Innlent

Leitað á Langjökli

Björgunarsveitir úr Árnessýslu og frá Borgarfirði voru sendar út í gær til að leita þýsks ferðamanns sem fór fótgangandi á Langjökul. Neyðarskeyti barst frá manninum skömmu eftir hádegi í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað en mjög þungbúið var á jöklinum og því ógjörningur að lenda þar. Voru þá björgunarsveitirnar sendar út. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði ekki sést til mannsins en að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Landsbjörg var talið að hann væri við hábunguna á jöklinum og jafnvel var talið að hann hefði slysast til að senda neyðarboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×