Landspítali hyggst áfrýja 9. júlí 2005 00:01 Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. Legvatnsstunga sem Þóra Fischer gerði á móður barnsins vegna blóðflokkamisræmis varð til þess að taka þurfti barnið með keisaraskurði fjórum klukkustundum síðar en það var þá alvarlega veikt af blæðingalosti og lést nokkurum sólarhringum síðar. Eftirliti var ekki sinnt sem skyldi og Þegar komu fram klár merki um alvarlega fósturstreitu og grunur um blæðingarlost var seint og illa við því brugðist. Þetta leiddi til dauða barnsins og er í dómnum talið stórfellt gáleysi af fæðingalækninum. Ríkislögmaður segir allar líkur á því að dómnum verði áfrýjað enda hafi upphæð skaðabótanna komið mjög á óvart. Landspítalainn hafði áður viðurkennt einföld mistök og bótaskyldu í málinu, en stefnendur málsins vildu ekki una því. Enda töldu þeir líkt og dómurinn staðfestir að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða. Það er Landspítalinn sem greiðir skaðabæturnar. Helgi Magnús Hermannsson faðir barnsins sem lést segist ánægður með dóminn því að með honum séu mistökin viðurkennd. Helgi Magnús furðar sig á tregðu spítalans til að rannsaka málið og segir mikið lagt á þolendur mistaka sem þessara. Kröfu foreldranna um lögreglurannsókn hefur í tvígang verið vísað frá en hann segir að áfram verði barist fyrir rannsókninni og veltir jafnframt fyrir sér hvort að læknir sem hafi orðið uppvís að svona mistökum eigi að starfa áfram og vill þess vegna að þar til gerðir aðilar rannsaki það en reyni ekki að sópa yfir málið. Hann segir þau hjón fyrst og fremst vera að berjast fyrir rannsókninni svo að aðrir lendi ekki í sömu mistökum. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Ríkislögmaður ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms í máli Landspítalans og Þóru Fischer fæðingarlæknis. Spítalinn þarf samkvæmt héraðsdómi að greiða sjö og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna stórfellds gáleysis sem olli dauða ungabarns. Foreldrar barnsins berjast enn fyrir því að lögreglan rannsaki málið. Legvatnsstunga sem Þóra Fischer gerði á móður barnsins vegna blóðflokkamisræmis varð til þess að taka þurfti barnið með keisaraskurði fjórum klukkustundum síðar en það var þá alvarlega veikt af blæðingalosti og lést nokkurum sólarhringum síðar. Eftirliti var ekki sinnt sem skyldi og Þegar komu fram klár merki um alvarlega fósturstreitu og grunur um blæðingarlost var seint og illa við því brugðist. Þetta leiddi til dauða barnsins og er í dómnum talið stórfellt gáleysi af fæðingalækninum. Ríkislögmaður segir allar líkur á því að dómnum verði áfrýjað enda hafi upphæð skaðabótanna komið mjög á óvart. Landspítalainn hafði áður viðurkennt einföld mistök og bótaskyldu í málinu, en stefnendur málsins vildu ekki una því. Enda töldu þeir líkt og dómurinn staðfestir að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða. Það er Landspítalinn sem greiðir skaðabæturnar. Helgi Magnús Hermannsson faðir barnsins sem lést segist ánægður með dóminn því að með honum séu mistökin viðurkennd. Helgi Magnús furðar sig á tregðu spítalans til að rannsaka málið og segir mikið lagt á þolendur mistaka sem þessara. Kröfu foreldranna um lögreglurannsókn hefur í tvígang verið vísað frá en hann segir að áfram verði barist fyrir rannsókninni og veltir jafnframt fyrir sér hvort að læknir sem hafi orðið uppvís að svona mistökum eigi að starfa áfram og vill þess vegna að þar til gerðir aðilar rannsaki það en reyni ekki að sópa yfir málið. Hann segir þau hjón fyrst og fremst vera að berjast fyrir rannsókninni svo að aðrir lendi ekki í sömu mistökum.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira