Innlent

Handtekinn í Herjólfi

Tvítugur farþegi var handtekinn með mikið magn fíkniefna við komu Herjólfs til Vestmannaeyja klukkan hálf tíu í fyrrakvöld. Við leit í bifreið hans fundust 400 grömm af hassi, tíu grömm af amfetamíni og sex grömm af kókaíni. Efnin voru falin undir mælaborði, milli sæta og í farangursrými bifreiðarinnar. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er málið enn í rannsókn en grunur leikur á að farþeginn hafi ætlað að selja fíkniefnin í Vestmannaeyjum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×