Innlent

Akureyringar ánægðir

Akureyringar virðast vera ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins á mörgum sviðum ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og íbúum höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Í könnunninni sem kynnt var í gær kom fram að íbúar Akureyrar telja sig öruggari gagnvart glæpum og ofbeldi en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar eru aðeins tíu prósent Akureyringa ánægðir með launakjör sín á móti fjörutíu og sex prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þá kemur fram í könnunninni að að níutíu og fimm prósent Akureyringa eru ánægðir með veðurfarið á móti sjötíu prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×