Innlent

Hefndin má ekki ná undirtökum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er staddur í London. Hann segir að hefndin megi ekki ná undirtökum í kjölfar atburðanna í London í morgun. Hann segist verða var við að í London sé ríkur vilji til að láta árásirnar ekki hafa áhrif á það frjálsa og opna semfélag sem þar sé. Ólafur kveðst dást að þrautsegju Lundúnabúa, en að þeir væru að líkindum ýmsu vanir eftir að hafa búið við ógnina sem stafaði af IRA um áratuga skeið. Ólafur segir að árásin á London sé ekki bara árás á Bretland eða London heldur alþjóðasamfélagið, sem sjáist m.a. á því hversu alþjóðleg borg Lundúnir séu; þar er fólk af öllum trúarbrögðum og litarháttum. Öllum fundum forsetans var aflýst eða frestað í dag vegna árásanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×