Innlent

Viðræður um varnarsamstarf í bið

Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna sem lauk í Washington í gær, skiluðu ekki þeim árangri sem íslensk stjórnvöld vonuðust eftir. Engin niðurstaða fékkst á fundum sendinefndar á vegum íslenskra stjórnvalda og bandarískra embættismanna, og engin þeirra mála sem liggja fyrir voru kláruð samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ekki fékkst uppgefið hjá ráðuneytinu hvaða kröfur eða hugmyndir hafa verið lagðar fram, né heldur hvað ber í milli. Ástæða þess er sögð sú að það þjóni ekki tilgangi þar sem samningaferli standi yfir. Næstu samningafundir milli þjóðanna um varnarsamstarfið eru fyrirhugaðar í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×