Innlent

Gengið á tinda Norðurlanda

Sænsku fjallgöngumennirnir Lars Carlsson og Jonas Eklund ætla að ganga á hæstu fjalltinda Norðurlandanna á innan við viku. Gangan hefst á Kebnekaise (2114) í Svíþjóð á miðvikudag og lýkur á Hvannadalshnjúki (2119) 19. júlí. Í millitíðinni hafa þeir viðkomu á Halti (1328) í Finnlandi, þá á Möllehöj (170) í Danmörku og á Galdhöpiggen (2469) í Noregi. Þegar toppi Hvannadalshnjúks verður náð hafa þeir félagar gengið eitt hundrað kílómetra og ferðast um drjúgan spöl á bílum og flugvélum. Icelandair og Hertz styrkja förina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×