Innlent

Fánar í hálfa stöng í gær

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í gær fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samúðarskeyti til Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, vegna hryðjuverkanna í Lundúnum í gærmorgun. "Þá hefur ríkisstjórnin jafnframt ákveðið í ljósi þessara hörmunga að flaggað skuli í hálfa stöng við opinberar stofnanir," sagði í tilkynningu sem forsætisráðuneytið sendi frá sér um miðjan dag í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×