Innlent

Hvetja R-listann til að hætta

"Við hvetjum R-listann til að hætta samstarfsviðræðum nú þegar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður Höfuðborgarsamtakana. "Þessar þreyfingar um uppstillingu listans eru hrein móðgun við alla kjósendur og almenna skynsemi," bætir hann við. Örn segir að flokkarnir sem standa að R-listanum ættu frekar að einbeita sér að því að fjölga borgarfulltrúum en hann segir að þeir þyrftu að vera miklu fleiri en nú eru þeir 15 eða jafnmargir og þeir voru fyrir 97 árum þó svo að íbúafjöldi hafi fimmtánfaldast á þeim tíma. "Þetta er hreint stjórnræði þó okkar ágætu fulltrúar telji þetta lýðræði," segir Örn. Höfuðborgarsamtökin bjóði hugsanlega fram í næstu kosningum sem fram fara á næsta ári og að sögn Arnar láti samtök nú í auknum mæli til sín taka í umræðum borgarinnar. "Við höfum ýmsu áorkað með okkar störfum, til dæmis er umræðan um skipulagsmál loks komin á réttan kjöl núna eftir að skerptum á henni," segir Örn að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×