Innlent

Vilja listamiðstöð á Laugarvatni

"Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndir okkar um að hús Héraðsskólans á Laugarvatni verði gert að alþjóðlegri listamiðstöð," segir Alda Sigurðardóttir en hún fer fyrir hópi fólks sem hefur þetta að baráttumáli. "Hugmyndin er sú að þar verði listamönnum boðin aðstaða til að vinna að listsköpun sinni og þar yrðu jafnframt haldnar ráðstefnur og námskeið. Markmiðið er að tengja saman listamenn erlenda sem innlenda og skapa einn suðupott lista og menningar," útskýrir Alda. Hún segir að unninn hafi verið fjárhagsáætlun um stofnun og rekstur slíkrar miðstöðvar og gerir ráð fyrir að 150-200 milljónum króna verði veitt til endurbóta á húsnæðinu sem er farið að láta á sjá. Áskorun hefur verið undirrituð til menntamálaráðherra og fjárlaganefndar Alþingis að eyrnamerkja fjármuni á fjárlögum til endurbóta á húsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×