Innlent

Fréttamönnum fækkað á RÚV

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fréttamönnum fækkað hjá Ríkisútvarpinu vegna niðurskurðar á seinni helmingi ársins. Hjá fréttastofu útvarps verður fækkað um einn í ritstjórn bæði Spegilsins og Morgunvaktarinnar, en nú eru þrír fréttamenn í ritstjórn hvors þáttar. Ekki á hins vegar að stytta þættina. Búist er við að fækkun starfsmanna komi til framkvæmda í haust. Ekki mun þó verða um beinar uppsagnir að ræða en skammtímasamningar við fréttamenn verða ekki endurnýjaðir. Þá á einnig að minnka kostnað með því að fækka pistlum sem fluttir eru í útvarpi. Þá er búist að fækkað verði um einn fréttamann á fréttastofu sjónvarpsins. Niðurskurðurinn hefur enn ekki verið kynntur fyrir starfsmönnum Ríkisútvarpsins, en margir af stjórnendum þess eru í sumarfríi um þessar mundir. Markmiðið með niðurskurðinum er að spara fimmtíu milljónir króna á



Fleiri fréttir

Sjá meira


×