Innlent

Kirkjur verði opnaðar í kvöld

Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, bendir þeim tilmælum til presta að þeir, eftir því sem því verður við komið, opni kirkjur sínar klukkan 18 í kvöld til að taka þar á móti fólki og leiða það í fyrirbæn fyrir fórnarlömbum atburðanna í London í morgun.  Biskupinn óskar þess að einnig verðir beðið fyrir lækningu hugarfars þeirra sem slík voðaverk vinni svo að lífi og heilsu saklausra borgara sé hvergi stefnt í þá hættu sem nú blasir víða við. Fyrirbænastund vegna atburðanna verður í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld klukkan 20. Skálholtsbiskup hefur jafnframt, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, vottað sendiráði Breta á Íslandi samúð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×