Innlent

Segir Samkeppnisstofnun vanhæfa

Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir Samkeppnisstofnun vanhæfa til að taka á deilum fyrirtækis hans og Flugleiða.því Gylfi Magnússon, formaður Samkeppniseftirlitsins, hafi unnið launuð störf fyrir Flugleiðir tengd deilum við Iceland Express. Um næstu mánaðamót tekur Samkeppniseftirlitið við af Samkeppnisstofnun. "Gylfi var einn af aðalráðgjöfum Flugleiða og skrifaði greinargerð og rökstuðning gegn því að Icelandair hefði beitt undirboðum," segir Birgir, en kveðst ekki hafa kynnt sér hvort forsendur séu til að kæra úrskurð stofnunarinnar um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga. "Þetta er mun alvarlegra fyrir málið sem við bíðum úrskurðar í og svo fyrir trúverðugleika stofnunarinnar," segir hann, en mál fyrirtækisins á hendur Flugleiðum bíður úrvinnslu Samkeppnisstofnunar. "Maður snýr sér ekki til stofnunar sem maður veit að samkeppnisaðilinn stjórnar. Flugleiðir hafa síðustu mánuði ítrekað kært okkur fyrir algjör smáatriði í auglýsingum og í þeim málum hefur Samkeppnisstofnun ekki dregið lappirnar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×