Innlent

Ekki viðrað til róðurs

Kjartan Hauksson ræðari er nú úti fyrir miðju Norðurlandi. Hann tók land á Höfðaströnd á Tröllaskaga á laugardag og hefur þurft að halda þar kyrru fyrir vegna veðurs. "Það er mikið brim hér úti fyrir en spáin er góð," sagði Kjartan, bjartsýnn í gær og vonaðist til að geta lagt af stað á ný nú í morgunsárið. Landlegan fer illa í hann og segist Kjartan viðþolslaus að bíða. Kjartan vonast til að ljúka róðrinum, hringinn í kringum landið, um eða upp úr miðjum júlí en hann lagði af stað frá Bolungarvík á sjómannadag. Hann hóf róðurinn sumarið 2003 en varð að leggja árar í bát þegar hann strandaði við Bolungarvík. Bátur Kjartans heitir Frelsi og tæpir fimm metrar á lengd og einn metri á breidd. Fullhlaðinn með ræðara vegur hann um 180 kíló. Tilgangur hringróðursins er að safna peningum í Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar og um miðjan dag í gær höfðu rúmar 800 þúsund krónur safnast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×