Innlent

Furðulegar ásakanir og ósannindi

"Það er alveg sjálfsagt og eðlilegt að taka undir ýmislegt sem kemur fram í máli ASÍ en mér finnst málatilbúnaður sambandsins í heild sinni mjög furðulegur og því til skammar," segir Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður fyrirtækisins Geymis ehf. en ASÍ kannar nú hvort aðbúnaður og launakjör starfsmanna þess stríði gegn lögum. Eiríkur segir að ASÍ hafi sent út tilkynningu í gær til þess að gera fyrirtækið ótrúverðugt. Hann hafi óskað eftir því að hitta forsvarsmenn ASÍ í gær til að benda þeim á tiltekin atriði sem væru röng í þeirra máli en því hafi verið hafnað. Meðal þess sem deilt er um er hvort mánaðarlaun verkamanna séu undir þeim samningum sem gilda hér á landi. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að Pólverjir fái laun og kjör langt undir samningum og aðbúnaður þeirra sé ekki með viðunandi hætti og sé nú verið að reyna leiðrétta kjör þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×