Lenging Akureyrarflugvallar 21. júní 2005 00:01 Lenging Akureyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri, segir Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er ekki gert ráð fyrir lengingu Akureyrarflugvallar heldur einungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautarinnar ásamt fyrstu kostnaðaráætlun. "Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegaspotti," segir Njáll Trausti. Á fjölmennum kynningarfundi á Hótel KEA á Akureyri í gær kynnti Njáll Trausti niðurstöður verkefnis sem hann hafði umsjón með, fyrir hönd Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Að hans mati er Akureyrarflugvöllur vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. "Akureyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög," segir Njáll Trausti. Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, að félagið sé tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo hægt verði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. "Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið," segir Andri. Grænlandsflug hélt uppi beinu flugi tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á árinu 2003 og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, að 6.640 manns hafi nýtt sér þjónustuna: "Flugið var ákveðið með stuttum fyrirvara og nýtingin var slök til að byrja með en óx jafnt og þétt og var komin í um 70 prósent þegar Grænlandsflug ákvað snögglega að hætta fluginu." Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Lenging Akureyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri, segir Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er ekki gert ráð fyrir lengingu Akureyrarflugvallar heldur einungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautarinnar ásamt fyrstu kostnaðaráætlun. "Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegaspotti," segir Njáll Trausti. Á fjölmennum kynningarfundi á Hótel KEA á Akureyri í gær kynnti Njáll Trausti niðurstöður verkefnis sem hann hafði umsjón með, fyrir hönd Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Að hans mati er Akureyrarflugvöllur vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. "Akureyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög," segir Njáll Trausti. Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, að félagið sé tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo hægt verði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. "Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið," segir Andri. Grænlandsflug hélt uppi beinu flugi tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á árinu 2003 og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, að 6.640 manns hafi nýtt sér þjónustuna: "Flugið var ákveðið með stuttum fyrirvara og nýtingin var slök til að byrja með en óx jafnt og þétt og var komin í um 70 prósent þegar Grænlandsflug ákvað snögglega að hætta fluginu."
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira