Fleiri fréttir Tveir létust í banaslysi í Öxnadal Tveir drengir létu lífið í umferðarslysi við Jónasarlund í Öxnadal í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu laust fyrir klukkan hálfþrjú að fólksbíll á norðurleið hefði farið út af veginum. Í bílnum voru fjórir piltar á aldrinum 15 til 18 ára. 17.6.2005 00:01 Reksturinn verði aðskilinn Skilja verður fullkomlega að rekstur og stjórn Flugleiða-Fraktar annars vegar og Bláfugls og Flugflutninga hins vegar samkvæmt ákvörðun Samkeppnisráðs í gær. Samkeppnisyfirvöld töldu ástæðu til íhlutunar vegna samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga til að tryggja virka samkeppni í flugfrakt milli Íslands og annarra landa. 17.6.2005 00:01 Nýr kjarasamningur samþykktur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning í dag. Samningurinn og bókanir eru á sömu nótum og samningur sem gerður var við Samflot bæjarstarfsmanna í lok maí. 17.6.2005 00:01 Tuttugu teknir fyrir hraðakstur Tuttugu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal milli klukkan sjö í gærkvöld og tvö í nótt. Sá sem hraðast ók mældist á 164 kílómetra hraða. 17.6.2005 00:01 Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. 17.6.2005 00:01 Hraðakstur vandamál Áberandi mikið var um hraðakstur á þjóðvegum landsins í gær og fyrradag og höfðu flest lögregluembætti við þjóðveginn nóg að gera við eftirlit. 17.6.2005 00:01 Endaði sár á spítala Eftirför lögreglunnar á Selfossi vegna ökumanns sem sinnti í engu stöðvunarmerkjum endaði með því að viðkomandi ók bíl sínum útaf og þurfti að flytja hann á slysadeild. 17.6.2005 00:01 Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 17.6.2005 00:01 Aflýst vegna banaslyssins Hátíðarhöldum í tilefni þjóðarhátíðardagsins var aflýst í Garðinum í dag vegna banaslyssins í Öxnadal í nótt. Annar piltanna sem lést var búsettur í bænum og hinn, sem búsettur var í Keflavík, átti ættir að rekja þangað. 17.6.2005 00:01 Nöfn piltanna sem létust Piltarnir sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í nótt hétu Sigurður Ragnar Arnbjörnsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18, Reykjanesbæ, og Þórarinn Samúel Guðmundsson, 15 ára, til heimilis að Silfurtúni 18c í Garði. Þjóðhátíðahöld í Garðinum voru látin niður falla vegna slyssins í dag, enda eiga báðir ættir að rekja þangað. 17.6.2005 00:01 Lögfræðiálit á hæfi Halldórs Stjórnarandstaðan ætlar að kalla eftir áliti lögfræðinga á hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans. Formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skoða öll tengsl sem hafi getað valdið vanhæfi, meðal annars vinatengsl forsætisráðherra og Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS. 17.6.2005 00:01 Endurskipulagning hefst í haust Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. 17.6.2005 00:01 Fimm féllu í ómegin við Austurvöll Hátíðarhöld fóru vel fram í Reykjavík í dag og lögðu tugir þúsunda leið sína í miðborgina. Veðurblíðan var með eindæmum og hitinn var reyndar svo mikill - og kannski hátíðleiki stundarinnar - að ekki færri en fimm féllu í ómegin undir hátíðardagskránni á Austurvelli í morgun. 17.6.2005 00:01 Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. 17.6.2005 00:01 Parið úrskurðað í gæsluvarðhald Erlent par, sem er talið hafa flutt tvo bílaleigubíla úr landi með Norrænu og er auk þess grunað um fjárdrátt og skjalafals, var seint í gærkvöldi úrskurðað í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Nauðsynlegt þótti að tryggja að fólkið færi ekki úr landi og var parið því úrskurðað í gæsluvarðhald á forsendum rannsóknarhagsmuna. 17.6.2005 00:01 Rjómablíða í Reykjavík Það var sannkölluð 17. júní stemning í miðbæ Reykjavíkur enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur. Borgarbúar spókuðu sig léttklæddir um borgina, sem skartaði sínu fegursta. Á Arnarhóli var skipulögð dagskrá langt fram á nótt. 17.6.2005 00:01 Eiður Smári fékk riddarakross Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær tólf einstaklingum heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. 17.6.2005 00:01 Fólk féll í öngvit Fimm áhorfendur fengu aðsvif á hátíðarsamkomunni á Austurvelli í gærmorgun. 17.6.2005 00:01 Tveir dóu í umferðarslysi Tveir unglingspiltar létu lífið þegar bifreið sem þeir voru í lenti utan vegar í mynni Öxnadals aðfaranótt föstudags. 17.6.2005 00:01 Búnir að semja Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning á fundi sem haldinn var í gær, 17. júní. 17.6.2005 00:01 Stoltur af íslensku þjóðinni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðaði breytingar á stjórnsýslu landsins í sinni fyrstu þjóðhátíðarræðu í blíðskaparveðri á Austurvelli í gær. Hann kallaði jafnframt eftir auknu samstarfi ríkis og atvinnulífs á sviði nýsköpunar. 17.6.2005 00:01 Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. 17.6.2005 00:01 Ökklabrotnaði í Rauðuskörðum Björgunarsveitir frá Ólafsvík og Dalvík voru kallaðar út í dag til aðstoðar vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Rauðuskörðum Ytri Árdal. Kona í hópnum datt og öklabrotnað. Tólf björgunarsveitarmenn héldu fótgangandi á staðinn á sjötta tímanum í kvöld og var reiknað með að þeir kæmu á tíunda tímanum í kvöld með konuna í sjúkrakörfu, niður að sjúkrabíl sem flytur hana til Akureyrar. 17.6.2005 00:01 Þrjátíu handteknir Höfð voru afskipti af 30 manns á aðfararnótt laugardags í aðgerðum lögreglu gegn handrukkurum. Enginn þeirra er enn í haldi lögreglu. 16.6.2005 00:01 Tekinn með fíkniefni í bíl Lögreglan í Kópavogi tók mann með fíkniefni nú undir morgun. Fíkniefnin fundust við reglubundið umferðareftirlit en maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði. Skýrsla var tekin af manninum og telst málið upplýst. Í ljós kom við þetta tækifæri að ökumaður bifreiðarinnar var með útrunnin ökuréttindi. 16.6.2005 00:01 Fengu hákarl á línuveiðum Áhöfnin á Bensa Egils frá Hólmavík fékk óvæntan afla fyrr í vikunni þegar hún var að línuveiðum í Húnaflóa. Þetta kemur fram í <em>Bæjarins besta</em>. Þegar línan var dregin fannst áhöfninni eins og síðasti fiskurinn væri óvenju stór og þungur enda reyndist þar vera á ferðinni hákarl sem var 4,3 metrar á lengd. 16.6.2005 00:01 Ók inn í malarhrúgu Malarhrúga varð á vegi ökumanns í Njarðvík í gærkvöldi. Hrúgan stóð við vegarbrúnina og ók maðurinn inn í hana. Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki séð hrúguna en hún hafði ekki dulist fjölda ökumanna enda hafði hún staðið þarna allan daginn án þess að ekið væri á hana. Einhverjar skemmdir urðu á bíl mannsins en hann var þó ökufær á eftir. 16.6.2005 00:01 Áttum öll jafnan þátt Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. 16.6.2005 00:01 Mótmæla mismunun við ráðuneyti Boðað hefur verið til mótmælastöðu við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö vegna Englendingsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir mótmælaaðgerðirnar á Nordica-hóteli. Í fundarboði segir að enginn skilji hvers vegna maðurinn fái aðra meðferð en hin tvö sem einnig voru handtekinn eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnunnar sem haldin var á hótelinu. 16.6.2005 00:01 Rætt við ríkisendurskoðanda Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag. 16.6.2005 00:01 Vilja að Gill verði látinn laus Íslendingarnir tveir sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum á Nordica-hótelinu ásamt Englendingnum Paul Gill telja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Gill óskiljanlegan og ranglátan. Meðferðinni á Gill verður mótmælt við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö í dag. 16.6.2005 00:01 Frekari aðgerðir gegn handrukkurum Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra þrjátíu sem grunaðir eru um handrukkun eða tengsl við handrukkara verði ákærðir. Talið er að hópurinn sem ná þarf til sé mun stærri og eru frekari aðgerðir í undirbúningi. 16.6.2005 00:01 Fjárdráttur á sambýli verði kærður Meintur fjárdráttur starfsmanns á sambýli á vegum Reykjavíkur verður kærður til lögreglu, reynist grunur á rökum reistur. 16.6.2005 00:01 Hefur ekki þegið fleiri boð Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur ekki þegið fleiri boð með einkaþotu Baugs en það, sem <em>Séð og heyrt</em> sagði frá í gær. Forsetaskrifstofan hefur gefið þá skýringu að Dorrit hafi hitt forstjóra Baugs og unnustu hans í Feneyjum og þá boðist að fljúga með þeim heim í einkaþotunni. 16.6.2005 00:01 Töldu sprengjuhótun felast í miða Lögreglan var kvödd að útibúi Íslandsbanka við Lækjargötu fyrir hádegið vegna grunsamlegs miða. Samkvæmt lögreglu töldu starfsmenn bankans sig geta lesið sprengjuhótun út úr þeim skilaboðum sem á honum voru og var lögregla því kölluð til. Talið er að börn hafi staðið að baki gabbinu en miðinn sem fjaðrafokinu olli er í vörslu lögreglunnar. 16.6.2005 00:01 Bíll fastur undir Höfðabakkabrú Umferðartafir hafa orðið á Vestulandsvegi undir Höfðabakkabrúnni í vestur en þar er flutningabíll fastur. Bíllinn, sem er frá fyrirtækinu BM-Vallá, var með mikið járnvirki á pallinum, þar af stóð járnsúla hátt upp í loftið og hún rakst undir brúna með þeim afleiðingum að bíllinn er fastur. 16.6.2005 00:01 Bjartviðri syðra á morgun Íbúar í höfuðborginni og á suðvesturhorni landsins geta glaðst yfir því að veðrið á morgun, þjóðhátíðardaginn, verður með besta móti. 16.6.2005 00:01 Áfrýjar úrskurði til Hæstaréttar Englendingurinn Paul Gill sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þar til á mánudag eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnu á Nordica-hótelinu hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótmælunum með honum á hótelinu en var sleppt úr haldi lögreglu. 16.6.2005 00:01 Efla kennslu í tryggingarétti Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning sem hefur það markmið að efla kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Þetta er í fyrsta sinn sem lagadeild Háskólans gerir slíkan samning við stofnun utan Háskólans að því er segir í sameiginlegri tilkynningu frá stofnunum. 16.6.2005 00:01 Nektarmyndir af stúlkubörnum Meðal þess sem lögreglan fann í tölvu reykvísks manns sem sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkubörnum, voru nektarmyndir af þeim. 16.6.2005 00:01 Fyrsti samningur sinnar tegundar Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. 16.6.2005 00:01 Dæmdur fyrir að taka við þýfi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa þann 5. janúar síðastliðinn tekið við þremur fartölvum að verðmæti um 700 þúsund krónur úr höndum bróður síns þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að þeim hefði verið stolið úr versluninni Office One um nóttina. 16.6.2005 00:01 Varað við lausagöngu kinda "Þær eru farnar að sýna sig á þjóðveginum og fólki vissara að hafa varann á þegar ekið er hér um," segir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði. 16.6.2005 00:01 Úthlutað úr Barnamenningarsjóði Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja í ár. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna og var styrkjum samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna úthlutað í ár. 16.6.2005 00:01 Ógnvænlegt ástand vegna offitu Offita er samfélagslegt vandamál, sem allir verða að taka saman höndum gegn, segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hún segir ástandið hér á landi ógnvænlega. 16.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir létust í banaslysi í Öxnadal Tveir drengir létu lífið í umferðarslysi við Jónasarlund í Öxnadal í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu laust fyrir klukkan hálfþrjú að fólksbíll á norðurleið hefði farið út af veginum. Í bílnum voru fjórir piltar á aldrinum 15 til 18 ára. 17.6.2005 00:01
Reksturinn verði aðskilinn Skilja verður fullkomlega að rekstur og stjórn Flugleiða-Fraktar annars vegar og Bláfugls og Flugflutninga hins vegar samkvæmt ákvörðun Samkeppnisráðs í gær. Samkeppnisyfirvöld töldu ástæðu til íhlutunar vegna samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga til að tryggja virka samkeppni í flugfrakt milli Íslands og annarra landa. 17.6.2005 00:01
Nýr kjarasamningur samþykktur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning í dag. Samningurinn og bókanir eru á sömu nótum og samningur sem gerður var við Samflot bæjarstarfsmanna í lok maí. 17.6.2005 00:01
Tuttugu teknir fyrir hraðakstur Tuttugu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Öxnadal milli klukkan sjö í gærkvöld og tvö í nótt. Sá sem hraðast ók mældist á 164 kílómetra hraða. 17.6.2005 00:01
Breyting á skipan ráðuneyta Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta og sú endurskoðun mun hefjast í haust. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í morgun. 17.6.2005 00:01
Hraðakstur vandamál Áberandi mikið var um hraðakstur á þjóðvegum landsins í gær og fyrradag og höfðu flest lögregluembætti við þjóðveginn nóg að gera við eftirlit. 17.6.2005 00:01
Endaði sár á spítala Eftirför lögreglunnar á Selfossi vegna ökumanns sem sinnti í engu stöðvunarmerkjum endaði með því að viðkomandi ók bíl sínum útaf og þurfti að flytja hann á slysadeild. 17.6.2005 00:01
Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 17.6.2005 00:01
Aflýst vegna banaslyssins Hátíðarhöldum í tilefni þjóðarhátíðardagsins var aflýst í Garðinum í dag vegna banaslyssins í Öxnadal í nótt. Annar piltanna sem lést var búsettur í bænum og hinn, sem búsettur var í Keflavík, átti ættir að rekja þangað. 17.6.2005 00:01
Nöfn piltanna sem létust Piltarnir sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í nótt hétu Sigurður Ragnar Arnbjörnsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18, Reykjanesbæ, og Þórarinn Samúel Guðmundsson, 15 ára, til heimilis að Silfurtúni 18c í Garði. Þjóðhátíðahöld í Garðinum voru látin niður falla vegna slyssins í dag, enda eiga báðir ættir að rekja þangað. 17.6.2005 00:01
Lögfræðiálit á hæfi Halldórs Stjórnarandstaðan ætlar að kalla eftir áliti lögfræðinga á hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans. Formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skoða öll tengsl sem hafi getað valdið vanhæfi, meðal annars vinatengsl forsætisráðherra og Finns Ingólfssonar, forstjóra VÍS. 17.6.2005 00:01
Endurskipulagning hefst í haust Það er tímabært að breyta skipan ráðuneyta. Endurskipulagning hefst í haust og á að ljúka á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í morgun í sínu fyrsta þjóðhátíðarávarpi. 17.6.2005 00:01
Fimm féllu í ómegin við Austurvöll Hátíðarhöld fóru vel fram í Reykjavík í dag og lögðu tugir þúsunda leið sína í miðborgina. Veðurblíðan var með eindæmum og hitinn var reyndar svo mikill - og kannski hátíðleiki stundarinnar - að ekki færri en fimm féllu í ómegin undir hátíðardagskránni á Austurvelli í morgun. 17.6.2005 00:01
Ráðuneytum fækkað í sex? Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur að fækka megi ráðuneytunum í allt að sex og sameina ríkisstofnanir um leið. Hann segir stjórnarflokkana sammála um þörfina á breytingum. 17.6.2005 00:01
Parið úrskurðað í gæsluvarðhald Erlent par, sem er talið hafa flutt tvo bílaleigubíla úr landi með Norrænu og er auk þess grunað um fjárdrátt og skjalafals, var seint í gærkvöldi úrskurðað í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Nauðsynlegt þótti að tryggja að fólkið færi ekki úr landi og var parið því úrskurðað í gæsluvarðhald á forsendum rannsóknarhagsmuna. 17.6.2005 00:01
Rjómablíða í Reykjavík Það var sannkölluð 17. júní stemning í miðbæ Reykjavíkur enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur. Borgarbúar spókuðu sig léttklæddir um borgina, sem skartaði sínu fegursta. Á Arnarhóli var skipulögð dagskrá langt fram á nótt. 17.6.2005 00:01
Eiður Smári fékk riddarakross Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær tólf einstaklingum heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. 17.6.2005 00:01
Fólk féll í öngvit Fimm áhorfendur fengu aðsvif á hátíðarsamkomunni á Austurvelli í gærmorgun. 17.6.2005 00:01
Tveir dóu í umferðarslysi Tveir unglingspiltar létu lífið þegar bifreið sem þeir voru í lenti utan vegar í mynni Öxnadals aðfaranótt föstudags. 17.6.2005 00:01
Búnir að semja Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning á fundi sem haldinn var í gær, 17. júní. 17.6.2005 00:01
Stoltur af íslensku þjóðinni Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðaði breytingar á stjórnsýslu landsins í sinni fyrstu þjóðhátíðarræðu í blíðskaparveðri á Austurvelli í gær. Hann kallaði jafnframt eftir auknu samstarfi ríkis og atvinnulífs á sviði nýsköpunar. 17.6.2005 00:01
Milljarða fram úr áætlunum Skólar og heilbrigðisstofnanir fóru mest umfram heimildir árið 2004. Átta ráðuneyti héldu sig innan marka en þrátt fyrir það fór rekstur stofnana 1,7 milljarða fram úr fjárlögum. 17.6.2005 00:01
Ökklabrotnaði í Rauðuskörðum Björgunarsveitir frá Ólafsvík og Dalvík voru kallaðar út í dag til aðstoðar vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Rauðuskörðum Ytri Árdal. Kona í hópnum datt og öklabrotnað. Tólf björgunarsveitarmenn héldu fótgangandi á staðinn á sjötta tímanum í kvöld og var reiknað með að þeir kæmu á tíunda tímanum í kvöld með konuna í sjúkrakörfu, niður að sjúkrabíl sem flytur hana til Akureyrar. 17.6.2005 00:01
Þrjátíu handteknir Höfð voru afskipti af 30 manns á aðfararnótt laugardags í aðgerðum lögreglu gegn handrukkurum. Enginn þeirra er enn í haldi lögreglu. 16.6.2005 00:01
Tekinn með fíkniefni í bíl Lögreglan í Kópavogi tók mann með fíkniefni nú undir morgun. Fíkniefnin fundust við reglubundið umferðareftirlit en maðurinn var farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði. Skýrsla var tekin af manninum og telst málið upplýst. Í ljós kom við þetta tækifæri að ökumaður bifreiðarinnar var með útrunnin ökuréttindi. 16.6.2005 00:01
Fengu hákarl á línuveiðum Áhöfnin á Bensa Egils frá Hólmavík fékk óvæntan afla fyrr í vikunni þegar hún var að línuveiðum í Húnaflóa. Þetta kemur fram í <em>Bæjarins besta</em>. Þegar línan var dregin fannst áhöfninni eins og síðasti fiskurinn væri óvenju stór og þungur enda reyndist þar vera á ferðinni hákarl sem var 4,3 metrar á lengd. 16.6.2005 00:01
Ók inn í malarhrúgu Malarhrúga varð á vegi ökumanns í Njarðvík í gærkvöldi. Hrúgan stóð við vegarbrúnina og ók maðurinn inn í hana. Hann gaf þá skýringu að hann hefði ekki séð hrúguna en hún hafði ekki dulist fjölda ökumanna enda hafði hún staðið þarna allan daginn án þess að ekið væri á hana. Einhverjar skemmdir urðu á bíl mannsins en hann var þó ökufær á eftir. 16.6.2005 00:01
Áttum öll jafnan þátt Áttum öll jafnan þátt í mótmælunum - Yfirlýsing frá mótmælendunum tveimur sem ekki sitja í gæsluvarðhaldi. Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson, tvö þeirra sem stóðum að mótmælum á alþjóðlegri álráðstefnu á hótel Nordica í fyrradag, segjast í yfirlýsingu sem barst Talstöðinni í gærkvöld að þau vilji vekja athygli á að gríðarlegt misræmi og ójafnrétti sem þau segja að hafi átt sér stað við málsmeðferð Bretans Paul Gill sem handtekinn var fyrir sama verknað og þau. Paul situr nú í gæsluvarðhaldi sem kunnugt er en Örnu og Ólafi Páli var sleppt úr haldi. 16.6.2005 00:01
Mótmæla mismunun við ráðuneyti Boðað hefur verið til mótmælastöðu við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö vegna Englendingsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir mótmælaaðgerðirnar á Nordica-hóteli. Í fundarboði segir að enginn skilji hvers vegna maðurinn fái aðra meðferð en hin tvö sem einnig voru handtekinn eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnunnar sem haldin var á hótelinu. 16.6.2005 00:01
Rætt við ríkisendurskoðanda Fjárlaganefnd Alþingis kemur saman nú í hádeginu til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðanda um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi verður kallaður fyrir nefndina. Stjórnarandstaðan telur ýmislegt orka tvímælis í úttekt hans á hæfi forsætisráðherra og ætlar að ákveða næstu skref í málinu eftir fundinn í dag. 16.6.2005 00:01
Vilja að Gill verði látinn laus Íslendingarnir tveir sem tóku þátt í mótmælaaðgerðunum á Nordica-hótelinu ásamt Englendingnum Paul Gill telja gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Gill óskiljanlegan og ranglátan. Meðferðinni á Gill verður mótmælt við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö í dag. 16.6.2005 00:01
Frekari aðgerðir gegn handrukkurum Ekki liggur fyrir hvort einhverjir þeirra þrjátíu sem grunaðir eru um handrukkun eða tengsl við handrukkara verði ákærðir. Talið er að hópurinn sem ná þarf til sé mun stærri og eru frekari aðgerðir í undirbúningi. 16.6.2005 00:01
Fjárdráttur á sambýli verði kærður Meintur fjárdráttur starfsmanns á sambýli á vegum Reykjavíkur verður kærður til lögreglu, reynist grunur á rökum reistur. 16.6.2005 00:01
Hefur ekki þegið fleiri boð Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur ekki þegið fleiri boð með einkaþotu Baugs en það, sem <em>Séð og heyrt</em> sagði frá í gær. Forsetaskrifstofan hefur gefið þá skýringu að Dorrit hafi hitt forstjóra Baugs og unnustu hans í Feneyjum og þá boðist að fljúga með þeim heim í einkaþotunni. 16.6.2005 00:01
Töldu sprengjuhótun felast í miða Lögreglan var kvödd að útibúi Íslandsbanka við Lækjargötu fyrir hádegið vegna grunsamlegs miða. Samkvæmt lögreglu töldu starfsmenn bankans sig geta lesið sprengjuhótun út úr þeim skilaboðum sem á honum voru og var lögregla því kölluð til. Talið er að börn hafi staðið að baki gabbinu en miðinn sem fjaðrafokinu olli er í vörslu lögreglunnar. 16.6.2005 00:01
Bíll fastur undir Höfðabakkabrú Umferðartafir hafa orðið á Vestulandsvegi undir Höfðabakkabrúnni í vestur en þar er flutningabíll fastur. Bíllinn, sem er frá fyrirtækinu BM-Vallá, var með mikið járnvirki á pallinum, þar af stóð járnsúla hátt upp í loftið og hún rakst undir brúna með þeim afleiðingum að bíllinn er fastur. 16.6.2005 00:01
Bjartviðri syðra á morgun Íbúar í höfuðborginni og á suðvesturhorni landsins geta glaðst yfir því að veðrið á morgun, þjóðhátíðardaginn, verður með besta móti. 16.6.2005 00:01
Áfrýjar úrskurði til Hæstaréttar Englendingurinn Paul Gill sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald þar til á mánudag eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnu á Nordica-hótelinu hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótmælunum með honum á hótelinu en var sleppt úr haldi lögreglu. 16.6.2005 00:01
Efla kennslu í tryggingarétti Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning sem hefur það markmið að efla kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Þetta er í fyrsta sinn sem lagadeild Háskólans gerir slíkan samning við stofnun utan Háskólans að því er segir í sameiginlegri tilkynningu frá stofnunum. 16.6.2005 00:01
Nektarmyndir af stúlkubörnum Meðal þess sem lögreglan fann í tölvu reykvísks manns sem sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkubörnum, voru nektarmyndir af þeim. 16.6.2005 00:01
Fyrsti samningur sinnar tegundar Háskóli Íslands og Tryggingastofnun ríkisins hafa gert með sér samning um eflingu kennslu og rannsóknir í almannatryggingarétti með sérstakri áherslu á lífeyristryggingar. Um tímamótasamning er að ræða því lagadeild Háskóla Íslands hefur ekki áður gert slíkan samning við stofnun utan HÍ. 16.6.2005 00:01
Dæmdur fyrir að taka við þýfi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag þrítugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa þann 5. janúar síðastliðinn tekið við þremur fartölvum að verðmæti um 700 þúsund krónur úr höndum bróður síns þrátt fyrir að honum hafi mátt vera ljóst að þeim hefði verið stolið úr versluninni Office One um nóttina. 16.6.2005 00:01
Varað við lausagöngu kinda "Þær eru farnar að sýna sig á þjóðveginum og fólki vissara að hafa varann á þegar ekið er hér um," segir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði. 16.6.2005 00:01
Úthlutað úr Barnamenningarsjóði Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja í ár. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna og var styrkjum samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna úthlutað í ár. 16.6.2005 00:01
Ógnvænlegt ástand vegna offitu Offita er samfélagslegt vandamál, sem allir verða að taka saman höndum gegn, segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hún segir ástandið hér á landi ógnvænlega. 16.6.2005 00:01