Innlent

Fengu hákarl á línuveiðum

Áhöfnin á Bensa Egils frá Hólmavík fékk óvæntan afla fyrr í vikunni þegar hún var að línuveiðum í Húnaflóa. Þetta kemur fram í Bæjarins besta. Þegar línan var dregin fannst áhöfninni eins og síðasti fiskurinn væri óvenju stór og þungur enda reyndist þar vera á ferðinni hákarl sem var 4,3 metrar á lengd. Stærðin var slík að ekki reyndist unnt að innbyrða dýrið og var hann því dreginn á síðu bátsins til lands. Hákarlinn verður væntanlega á borðum á næsta þorra en meðal þess sem fannst í maga hans var fjögurra kílóa þorskur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×