Innlent

Búnir að semja

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning á fundi sem haldinn var í gær, 17. júní.  "Við gengum frá samningi sem var á svipuðum nótum og samningurinn við samflotsfélögin. Við erum með breitt félag og tekið er tillit til þeirrar samsetningar í þessum samningum," sagði Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Kynning á samninginum verður á þriðjudaginn og taka félagsmenn þá afstöðu til hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×