Innlent

Úthlutað úr Barnamenningarsjóði

Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja í ár. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna og var styrkjum samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna úthlutað í ár. Draumasmiðjan fékk 200 þúsund króna styrk til uppsetningar á leikverkinu Draugasaga. Sömu upphæð fengu Myndlistarkólinn í Reykjavík vegna samvinnuverkefnis skólans og Listasafns Reykjavíkur, Hreyfingarmiðstöðin ehf. til að gera stuttmyndina Allamamma og Brútus sem er byggð á smásögunni Sorgarsaga eftir Einar Kárason, Kramhúsið vegna sumarnámskeiða með alþjóðlegum ævintýrablæ fyrir börn og unglinga og Smekkleysa til þess að gefa út barnagælur í segulbandasafni Árnastofnunar. Þá fékk Lágafellsskóli í Mosfellsbæ 150 þúsund króna styrk til að setja upp söngleikinn Bugsy Malone og sömu upphæð hlaut Pétur Hafþór Jónsson til hljóðfærakaupa vegna breyttra kennsluhátta. Að lokum fengu Sumartónleikar í Skálholtskirkju og Leikfélag Reyðarfjarðar og Grunnskóli Reyðarfjarðar 100 þúsund krónur í styrk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×