Innlent

Mótmæla mismunun við ráðuneyti

Boðað hefur verið til mótmælastöðu við dómsmálaráðuneytið klukkan tvö vegna Englendingsins sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir mótmælaaðgerðirnar á Nordica-hóteli. Í fundarboði segir að enginn skilji hvers vegna maðurinn fái aðra meðferð en hin tvö sem einnig voru handtekinn eftir að hafa slett grænum vökva á fundargesti álráðstefnunnar sem haldin var á hótelinu. Full ástæða sé til að mótmæla þessari niðurstöðu og krefjast þess að Englendingurinn verði einnig látinn laus þannig að jafnt verði tekið á málum þremeninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×