Innlent

Fólk féll í öngvit

Fimm áhorfendur fengu aðsvif á hátíðarsamkomunni á Austurvelli í gærmorgun. "Fyrst var það skáti sem hneig út af stuttu eftir að forsætisráðherra hóf ræðu sína og svo þegar nokkuð var liðið á ræðuna hneig eldri maður einnig niður. Við hjónin hlúðum að skátanum en sjúkrabíll var kallaður á vettvang fyrir eldri manninn," segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og læknir, sem var vitni að atvikunum. Dagur taldi líklegt að fólkið hefði borðað lítið og því hefði hitinn og þrengslin farið verr með það en ella. Maðurinn sem fluttur var á bráðamóttöku var á batavegi eftir að hafa fengið aðhlynningu og var líðan hans sögð góð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×