Innlent

Eiður Smári fékk riddarakross

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær tólf einstaklingum heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Allir tólf fengu afhentan riddarakross fálkaorðunnar, sem er fyrsta stig orðunnar. Næstu stig eru stórriddarakross, stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Fálkaorðan er veitt tvisvar sinnum á ári hverju, 17. júní og 1. janúar, og hlýtur að jafnaði um tugur fólks þann heiður í hvert sinn. Að auki er orðan veitt erlendum ríkisborgurum en þá sérstaklega í tengslum við opinberar heimsóknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×