Innlent

Aflýst vegna banaslyssins

Hátíðarhöldum í tilefni þjóðarhátíðardagsins var aflýst í Garðinum í dag vegna banaslyssins í Öxnadal í nótt. Annar piltanna sem lést var búsettur í bænum og hinn, sem búsettur var í Keflavík, átti ættir að rekja þangað. Þetta var ákveðið um klukkustund áður en hátíðarhöldin áttu að hefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×