Innlent

Tveir létust í banaslysi í Öxnadal

Tveir drengir létu lífið í umferðarslysi við Jónasarlund í Öxnadal í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglu laust fyrir klukkan hálfþrjú að fólksbíll á norðurleið hefði farið út af veginum. Í bílnum voru fjórir piltar á aldrinum 15 til 18 ára. Tveir voru úrskurðaðir látnir á staðnum. Hinir voru fluttir slasaðir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×