Innlent

Tveir dóu í umferðarslysi

Tveir unglingspiltar létu lífið þegar bifreið sem þeir voru í lenti utan vegar í mynni Öxnadals aðfaranótt föstudags. Þegar sjúkralið kom á vettvang voru mennirnir látnir. Hinir tveir piltarnir voru fluttir slasaðir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Annar þeirra var lagður inn á slysadeild en hinn á gjörgæslu. Drengnum sem lagður var inn á slysadeild líður vel eftir atvikum en hinn var fluttur á Landspítalann í Reykjavík til frekari skoðunar. Hinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild og segja læknar enn of snemmt að segja til um batahorfur hans. Þeir sem létust í slysinu hétu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, 18 ára, til heimilis að Kirkjuvegi 18, Reykjanesbæ, og Þórarinn Samúel Guðmundsson, 15 ára, til heimilis að Silfurtúni 18c, Garði. Sökum slyssins var hætt við hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðarinnar í Garðinum. Engin vitni voru að slysinu en lögreglan á Akureyri rannsakar tildrög þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×