Fleiri fréttir

Enn ósætti í Landakotsskóla

Sjö kennarar í Landakotsskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna tölvupósts sem stjórn skólans sendi til foreldra í fyrradag. "Okkur finnst enn og aftur að verið sé að slá ryki í augu nemenda og foreldra varðandi stöðu mála í skólanum. Við höfðum bundið vonir við að nýr formaður myndi bregðast við með það að leiðarljósi að höggva að rótum vandans," segir í yfirlýsingunni. "Því miður hafa þær vonir brugðist."

Ný byggð við Elliðavatn

Úthlutun á lóðarétti í íbúðabyggðinni í Þingum við suðvesturhluta Elliðavatns hófst fimmtudaginn 16. júní og er umsóknarfresturinn um hálfur mánuður.

Samnorrænt bóluefni

Heilbrigðisyfirvöld Norðurlanda ætla að kanna möguleika á að framleiða sameiginlega bóluefni gegn fuglaflensu.

Forsjárlausum unglingum vísað frá

Drykkjulæti, sóðaskapur og skemmdarverk hafa undanfarin sumur sett ljótan blett á tjaldstæðin á Akureyri. Um næstu helgi er von á fjölda gesta til bæjarins og fá forsjárlaus ungmenni undir 18 ára aldri ekki að tjalda á Akureyri.

Hundruð bíða eftir meðferð

Samtals 380 offitusjúklingar eru nú á biðlista eftir meðferð á Reykjalundi. Að meðaltali eru þeir 90 prósentum yfir kjörþyngd og fara langflestir í aðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þörfin á auknum fjármunum vegna stóraukinna afkasta á Reykjalundi er brýn.

Samstarfi slitið til að fá fund

Formaður Kennarasambandsins segir að tilgangurinn með samstarfsslitum við menntamálaráðuneytið hafi verið að vekja athygli á óviðunandi ástandi. Menntamálaráðherra ætlar að funda með kennaraforystunni eftir helgi.

Húsnæðislán valda þenslu

Verðbólgan er keyrð áfram af breytingum á húsnæðismarkaði, ekki framkvæmdunum fyrir austan. Þetta sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á Talstöðinni fyrir helgi.

Samfylking vill R-lista áfram

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vill ganga til viðræðna um endurnýjað samstarf innan Reykjavíkurlistans.

Ræninginn ófundinn

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna vopnaðs ráns sem framið var á bensínstöð Olís í Hamraborg í Kópavogi í gær. Ræninginn kom á bensínstöðina á sjötta tímanum og ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp peningakassann, náði þaðan einhverju fé og hvarf síðan á braut. Hann er talinn vera 170-175 sentímetrar á hæð, grannur og með ljósskolleitt hár.

Stjórnarandstaðan ræðir saman

Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að niðurstaðan sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu.

Páll Gunnar ráðinn forstjóri

Stjórn Samkeppniseftirlitsins hefur ráðið Pál Gunnar Pálsson sem forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll Gunnar er lögfræðingur og starfar nú sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Fjórir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða.

Náttúruverðmæti fórnarkostnaður

„Náttúruverðmæti eru einskis metin og einber fórnarkostnaður eins og mannfall meðal óbreyttra borgara í stríði,“ segir Náttúruvaktin vegna stóriðju á Íslandi. Náttúruvaktin varar við því að umræða um framtíð orkuvinnslu og þróun þungaiðnaðar hér á landi verði slitin úr samhengi við þau náttúrulegu verðmæti sem í húfi eru.

69% samþykktu kjarasamninginn

Starfsmenn sveitarfélaga í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna með miklum meirihluta. 69 prósent þeirra samþykktu samninginn en 23 prósent vildu fella hann. Auðir og ógildir seðlar voru átta prósent.

LHÍ vill lóð við austurhöfnina

Stjórn Listaháskóla Íslands vill fá lóð við austurhöfn Reykjavíkur þar sem tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð á að rísa. Stjórnin hefur sent bæði menntamálaráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík bréf þessa efnis og beðið um lóð sem liggur að fyrirhuguðu menningarhúsi.

Land flugvallarins verði selt

Sjálfstæðismenn á Akureyri skora á samgönguráðherra að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um sölu á landi ríkisins sem Reykjavíkurflugvöllur stendur á, sem og að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja innanlandsflugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar.

Grunur um hnífsstungu um borð

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rússneskan sjómann á haf út í nótt en grunur leikur á að hann hafi verið stunginn með hnífi um borð í skipi sínu. Skipið er eitt af svokölluðum sjóræningjaskipum sem verið hafa í fréttum að undanförnu.

Sviku fé út úr íslenskum banka?

Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu.

Grunur um aðild að barnaklámhring

Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu.

Farþegum fjölgaði um 7%

Farþegum um Leifsstöð fjölgaði um sjö prósent í maímánuði miðað við sama tíma í fyrra, eða úr 134 þúsund farþegum í 144 þúsund. Þá hefur farþegum sem millilenda á Keflavíkurflugvelli á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgað um nærri átta prósent.

Pólitískur kattaþvottur

Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Þingmaður Vinstri - grænna segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum.

Snuprar Ríkislögreglustjóra

Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við vinnubrögð Ríkislögreglustjórans í tveimur aðskildum málum. Umboðsmaður telur að kröfum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fullnægt.  

Samið um leigu Hótel Valhallar

Forsætisráðuneytið hefur samið við Kristbjörgu Kristinsdóttur til fimm ára um leigu á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Hótel Valhöll verður opnuð á ný á þjóðhátíðardaginn eftir gagngerar breytingar. Síðustu þrjú árin hefur Kristbjörg verið hótel- og framkvæmdastjóri Hótels Borgar.

Slettu á ráðstefnugesti

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá mótmælendur, tvo karlmenn og eina konu, eftir hádegið sem ruddust inn á alþjóðlega álráðstefnu sem nú fer fram á Nordica-hóteli í Reykjavík og slettu því sem líktist grænni súrmjólk á ráðstefnugesti. Tveir mótmælendanna, karl og kona, eru íslensk en annar karlmannanna er enskur.

Kaupa auglýsingu fyrir viðtal

Athafnakona í Reykjavík fékk símtal frá <em>Frjálsri verslun</em> fyrir skemmstu þar sem henni var boðið í heilsíðuviðtal. Sá bögull fylgdi skammrifi að skilyrði fyrir viðtalinu var að konan keypti heilsíðuauglýsingu fyrir fyrirtæki sitt.

Lögfræðiálit kemur til greina

Forystumenn stjórnarandstöðunnar sitja nú á fundi og ræða viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Til greina kemur að stjórnarandstaðan sammælist um að kalla eftir sérstöku lögfræðiáliti í málinu.

Vararíkissaksóknari skipaður

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Ragnheiði Harðardóttur saksóknara í embætti vararíkissaksóknara frá og með 1. júlí nk. Þá hefur dóms- og kirkjumálaráðherra skipað Óskar Bjartmarz, varðstjóra og rannsóknarlögreglumann, í embætti yfirlögregluþjóns hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði frá og með 1. ágúst nk.

Menningarauki í miðborginni

Forsvarsmenn Listaháskólans vilja að nýtt hús skólans rísi við gömlu höfnina í Reykjavík. Það yrði um ellefu þúsund fermetrar og er kostnaður áætlaður á þriðja milljarð króna. </font /></b />

Ríkisendurskoðandi krafinn svara

Forystumenn stjórnarandstöðunnar voru að ljúka fundi þar sem rædd voru viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að forsætisráðherra hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna þrátt fyrir tengsl sín við fyrirtækið Skinney Þinganes. Ákveðið var á að spyrja Ríkisendurskoðanda ýmissa spurninga sem enn væri ósvarað á fundi fjárlaganefndar á fimmtudaginn.

Kærir nauðgun í Keflavík

Stúlka um tvítugt hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti sér stað fyrir hádegi á sunnudaginn var í Keflavík. Rannsókn málsins er á frumstigi en farið verður með það sem misneytingarmál þar sem konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar.

HÍ útskrift í Egilshöll

Útskrift Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll í Grafarvogi þetta sumarið. Verður hún laugardaginn 25. júní og hefst klukkan 13. Er áætlað að hún standi í tvær og hálfa klukkustund.

Ölvun ekki aukist

Vínbúð opnaði á Reyðarfirði fyrir tólf dögum og hafa bæjarbúar, margir hverjir, tekið henni fegins hendi. Sýnileg ölvun hefur þó ekki aukist í bænum, að sögn lögreglu.

Lætur af starfi bæjarstjóra

Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri á Álftanesi, hefur óskað eftir að láta að störfum af persónulegum ástæðum.Gunnar Valur var ráðinn sveitastjóri Bessastaðahrepps árið 1992 og hefur gegnt starfi bæjarstjóra um eins árs skeið.

Fengu skilorðsbundna dóma

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo rúmlega tvítuga menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annar maðurinn fékk þriggja mánaða dóm en hinn tveggja mánaða. Ákvörður refsingar þriðja mannsins var frestað, haldi hann almennt skilorð.

Bensínhækkun hjá öllum félögum

Öll olíufélögin hafa nú hækkað verð á eldsneyti síðustu tvo dagana en Esso reið á vaðið í gærmorgun og hækkaði verð á bensíni og dísilolíu um eina krónu.

Hlutfallslega færri úti í nám

Hlutfallslega færri Íslendingar fara nú erlendis í nám og þeir sem fara flykkjast til Norðurlandanna á kostnað Bandaríkjanna. Verslunarráð Íslands vill skoða hvernig fjölga megi íslenskum námsmönnum erlendis, einkum í Asíu og Bandaríkjunum.

Nýr forstjóri Samkeppniseftirlits

Páll Gunnar Pálsson, lögfræðingur, hefur verið ráðinn forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Páll Gunnar starfar nú sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins en tekur við sínu nýja starfi 1. júlí þegar stofunin tekur til starfa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn Samkeppniseftirlitsins.

Nautgripum fækkaði

Nautgripum á Íslandi fækkaði um 2,1 prósent á síðasta ári eða um tæplega fjórtánhundruð. Í árslok 2004 voru 64.639 nautgripir á landinu miðað við 66.033 árið áður. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem unnin var af Bændasamtökum Íslands fyrir Landssamband kúabænda.

Sóttur á Reykjaneshrygg

Landhelgisgæslan sótti slasaðan sjómann í togarann Ostrovet frá Dóminíku í fyrrinótt. Sjómaðurinn, sem var rússneskur, hafði að sögn áhafnar hlotið stungusár á kvið við fiskvinnslu um borð. Þegar tilkynnt var um slysið var togarinn 268 sjómílur frá landi.<font face="Helv"></font>

Fallið hátt og skellurinn harður

"Tímasetning skattalækkana ríkisstjórnarinnar er kolröng. Menn vissu að það væri von á ofhitnun í hagkerfinu og það að lækka skatta kallar á niðurskurð í ríkisútgjöldum. Þetta hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabankinn og OECD sagt," segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins.

Rétt staðið að ráðningum

Umboðsmaður Alþingis hefur nú úrskurðað í máli tveggja umsækjanda sem töldu sig hlunnfarna við ráðningar í stöður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Samkvæmt úrskurðinum telur umboðsmaður ólíklegt að þeir annmarkar, sem þó hafi verið á undirbúningi málsins, ættu að leiða til ógildingar á ráðningu þeirra sem störfin hlutu.

Davíð á ráðsfundi EES

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag ráðsfund Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Ráðið er samráðsvettvangur EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins.

Árás umhverfissinna olli uppnámi

Uppnám varð á ráðstefnu um álmál í dag þegar róttækir umhverfissinnar skvettu grænleitum vökva yfir fundargesti. Um var að ræða herskáa náttúruverndarsinna, fólk sem nýlega skipulagði einskonar námskeið í borgaralegri óhlýðni.

Veruleg kostnaðarlækkun

Vegna fréttatilkynningar sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér í dag vill Síminn m.a. koma á framfæri þeim athugasemdum að fyrirtækið kynnti nýverið nýjar sparnaðarleiðir og tilboð sem munu hafa í för með sér fjölgun valkosta fyrir viðskiptavini og geta jafnframt þýtt verulega kostnaðarlækkun fyrir þá.

Sjá næstu 50 fréttir