Grunur um hnífsstungu um borð 14. júní 2005 00:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rússneskan sjómann á haf út í nótt en grunur leikur á að hann hafi verið stunginn með hnífi um borð í skipi sínu. Skipið er eitt af svokölluðum sjóræningjaskipum sem verið hafa í fréttum að undanförnu. Umboðsmaður togarans Ostrovets frá Dóminíka hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 2.30 í nótt vegna skipverja sem hafði hlotið stungusár á kvið. Samkvæmt upplýsingum frá togaranum hafði skipverjinn hlotið áverkana við fiskvinnslu um borð. Skipið var statt á Reykjaneshrygg, 268 sjómílur frá Reykjavík. Umboðsmaðurinn var beðinn um að segja skipstjóra Ostrovets að sigla á fullri ferð í átt að landi. Þar næst hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við lækni í áhöfn TF-LIF og lét hann vita um ástand mannsins. Varðskipið Óðinn var við eftirlit á svæðinu og fóru tveir stýrimenn og tveir hásetar frá Óðni um borð í Ostrovets og hlúðu að skipverjanum og undirbjuggu hann undir flutning með þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. fjögur og fékk fylgd þyrlu varnarliðsins þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þegar þyrlurnar komu að skipinu var það statt 240 sjómílur frá Reykjavík. Vel gekk að hífa manninn um borð og að sögn Magnúsar Arnar Einarssonar, stýrimanns/sigmanns í áhöfn þyrlunnar, var mikill munur að hafa skipverja frá Óðni um borð í Ostrovets til að aðstoða við hífinguna. Það flýtti fyrir því þá þurfti sigmaður ekki að fara niður í skipið til að undirbúa hífinguna. Það skipti einnig máli vegna flugþols þyrlunnar en þetta sjúkraflug var í lengsta lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Ostrovets er hinn slasaði 29 ára karlmaður frá Rússlandi en flestir í áhöfn skipsins eru Rússar. Áhöfn TF-LIF hafði náð hinum slasaða um borð um sexleytið í morgun og kom þyrlan til Reykjavíkur kl. 8:20 og var hinn slasaði fluttur á Landspítala - Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Eins og fram hefur komið í fréttum er togarinn Ostrovets eitt af sjóræningjaskipunum sem fjallað hefur verið um í fréttum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður í áhöfn TF-LIF er komið var að togaranum í nótt. Sjá má varðskipið Óðin við hlið togarans og ein myndin er af þyrlu Varnarliðsins sem fylgdi TF-LIF til öryggis. Myndina inni í TF-LIF tók Magnús Einarsson stýrimaður af lækni og flugvirkja að störfum.MYND/SverrirMYND/SverrirMYND/MagnúsMYND/Sverrir Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti rússneskan sjómann á haf út í nótt en grunur leikur á að hann hafi verið stunginn með hnífi um borð í skipi sínu. Skipið er eitt af svokölluðum sjóræningjaskipum sem verið hafa í fréttum að undanförnu. Umboðsmaður togarans Ostrovets frá Dóminíka hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 2.30 í nótt vegna skipverja sem hafði hlotið stungusár á kvið. Samkvæmt upplýsingum frá togaranum hafði skipverjinn hlotið áverkana við fiskvinnslu um borð. Skipið var statt á Reykjaneshrygg, 268 sjómílur frá Reykjavík. Umboðsmaðurinn var beðinn um að segja skipstjóra Ostrovets að sigla á fullri ferð í átt að landi. Þar næst hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við lækni í áhöfn TF-LIF og lét hann vita um ástand mannsins. Varðskipið Óðinn var við eftirlit á svæðinu og fóru tveir stýrimenn og tveir hásetar frá Óðni um borð í Ostrovets og hlúðu að skipverjanum og undirbjuggu hann undir flutning með þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. fjögur og fékk fylgd þyrlu varnarliðsins þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þegar þyrlurnar komu að skipinu var það statt 240 sjómílur frá Reykjavík. Vel gekk að hífa manninn um borð og að sögn Magnúsar Arnar Einarssonar, stýrimanns/sigmanns í áhöfn þyrlunnar, var mikill munur að hafa skipverja frá Óðni um borð í Ostrovets til að aðstoða við hífinguna. Það flýtti fyrir því þá þurfti sigmaður ekki að fara niður í skipið til að undirbúa hífinguna. Það skipti einnig máli vegna flugþols þyrlunnar en þetta sjúkraflug var í lengsta lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Ostrovets er hinn slasaði 29 ára karlmaður frá Rússlandi en flestir í áhöfn skipsins eru Rússar. Áhöfn TF-LIF hafði náð hinum slasaða um borð um sexleytið í morgun og kom þyrlan til Reykjavíkur kl. 8:20 og var hinn slasaði fluttur á Landspítala - Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Eins og fram hefur komið í fréttum er togarinn Ostrovets eitt af sjóræningjaskipunum sem fjallað hefur verið um í fréttum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður í áhöfn TF-LIF er komið var að togaranum í nótt. Sjá má varðskipið Óðin við hlið togarans og ein myndin er af þyrlu Varnarliðsins sem fylgdi TF-LIF til öryggis. Myndina inni í TF-LIF tók Magnús Einarsson stýrimaður af lækni og flugvirkja að störfum.MYND/SverrirMYND/SverrirMYND/MagnúsMYND/Sverrir
Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent