Pólitískur kattaþvottur 14. júní 2005 00:01 Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar í bankamálinu. Málið er ekki á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis sem fundaði á hádegi. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir ekkert athugavert við það að forsætisráðherra hafi kynnt skýrsluna áður en hún var rædd í nefndinni. Hart hafi verið sótt að honum í málinu. Þingmaður Vinstri-grænna furðar sig á yfirlýsingum formannsins. Magnús segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann segist alltaf hafa vitað að ráðherrann hafi verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem fram kemur í skýrslunni og tók því ekki þátt í ákvörðunum í málinu. „Mér finnst málflutningur stjórnarandstöðunnar hafa verið mjög sérkennilegur í þessu máli,“ segir Magnús. „Það hefur verið gengið mjög harrt fram gegn forsætisráðherranum um að hann hafi verið vanhæfur í sínum störfum sem auðvitað kemur í ljós að er ekki ... (Stjórnarandstöðuþingmenn) hrekjast endalaust undan rökum sem fram koma í málinu. Nú er það nýjasta að þeir eru farnir að beina spjótum sínum að Ríkisendurskoðun sem er undirstofnun Alþingis og ég tel því miður að stjórnarandstaðan sé mjög villu vegar í þessu máli,“ segir Magnús. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir að menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning í íslenskum stjórnmálum. Aðkoma Ríkisendurskoðanda að málinu sé nokkuð undarleg og mjög mótsagnakennd. Að eigin sögn hafi Ríkisendurskoðandi haft frumkvæðið sjálfur að því að kanna hæfi forsætisráðherra í málinu. Svo hvítþvoi hann ráðherrann og segist jafnframt ekki hafa umboð til að kveða upp úr um hæfi eða vanhæfi hans á lagalegum forsendum. „Hvað snýr upp og niður í þessu máli er vandséð en hitt er augljóst, að það skuli gerast, að sá ráðherra sem rannsókn eða athugun beinist gegn skuli sjálfur boða til fréttamannafundar til að lesa valda kafla upp úr minnisblaði rannsakenda. Þetta eru vinnubrögð sem eru fáheyrð,“ segir Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent