Innlent

Náttúruverðmæti fórnarkostnaður

„Náttúruverðmæti eru einskis metin og einber fórnarkostnaður eins og mannfall meðal óbreyttra borgara í stríði,“ segir Náttúruvaktin vegna stóriðju á Íslandi. Náttúruvaktin varar við því að umræða um framtíð orkuvinnslu og þróun þungaiðnaðar hér á landi verði slitin úr samhengi við þau náttúrulegu verðmæti sem í húfi eru. Alþjóðleg ráðstefna um áliðnað stendur nú yfir á Nordica-hóteli þar sem Náttúruvaktin segir að verið sé að auglýsa Ísland sem kjörið og ódýrt orkuver og málmbræðsluland. Einn helsti fyrirlesari ráðstefnunnar sé frá Landsvirkjun sem Náttúruvaktin minnir á að sé þjónustufyrirtæki í eigu landsmanna, en ekki stofnað til að þjóna stórfyrirtækjum í þungaiðnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×