Fleiri fréttir

Sparkað í vitni

Sparkað var í Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til þess að bera vitni í máli sem höfðað er gegn Jóni Trausta Lútherssyni, fyrir ógnanir og líkamsmeiðingar sem áttu sér stað í höfuðstöðvum DV í Skaftahlíð í fyrra.

Fær góða einkunn fyrir laxeldi

Ísland fær góða einkunn hjá World Wildlife Fund og regnhlífasamtökum laxveiðifélaga fyrir hvernig er staðið að ræktun á eldislaxi. Í nýrri skýrslu þessara tveggja samtaka fær Ísland 9,6 stig af tíu mögulegum fyrir það sem gert er til að koma í veg fyrir að eldislax blandist villtum laxi og mengi stofninn. Meðal annars er minnst á að bannað sé að stunda laxeldi í fjörðum og ám þar sem villtur lax gengur.

Hótaði aldrei stjórnarslitum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á.

Aðalmeðferð lýkur í dag

Málflutningi í Dettifossmálinu, sem er umfangsmesta fíkniefnasmyglmál sem komið hefur upp hér á landi, lýkur í dag

Ótti og óvissa á Stöðvarfirði

Ótti og óvissa ríkir á Stöðvarfirði eftir að öllu starfsfólki frystihúss Samherja var sagt þar upp í dag, alls 32. Talsmaður Samherja segist hafa fulla trú á að allir finni vinnu fljótlega, nóg sé að gera á Mið-Austurlandi.

Samið um flug milli landa

Utanríkisráðuneyti Íslands og Indlands taka upp samstarf og greitt var fyrir flugsamgöngum og vöruflutningum milli landanna með samþykktum sem gerðar voru í opinberri heimsókn Indlandsforseta í dag.

Orkuveitan reisir 600 bústaði

Orkuveita Reykjavíkur ætlar að vera með í félagi um byggingu allt að sex hundruð sumarbústaða í landi Úlfljótsvatns ásamt Íslandsbanka. Hlutafé verður allt að þrjú hundruð milljónir. Framkvæmdir gætu hafist á árinu 2007.

Borgarstjóraefni í áttunda sæti

Vangaveltur eru uppi um að áttunda sæti Reykjavíkurlistans verði skipað borgarstjóraefni listans. Nafn núverandi borgarstjóra hefur verið nefnt en hvorugur borgarfulltrúa hafa ákveðið hvort þau fari fram. Samfylkingin heldur prófkjör við val á fulltrúum sínum.

Landsspítalinn sambandslaus

Landsspítali Háskólasjúkrahús var símasambandslaus frá því um ellefuleytið til klukkan þrjú í gær. Einnig lágu öll tölvukerfi Spítalans niðri en bilun kom upp í aðalnetkerfi sjúkrahússins með þeim afleiðingum að innra tölvu- og símkerfið datt að mestu leyti út.

Stjórnarslit hafi ekki verið nærri

Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu.

Erfitt að losna við vonda nágranna

Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar.

Segir DV á gráu svæði

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir <em>DV</em> á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að <em>DV</em> hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk.

Undrast sakfellingu án nýrra gagna

Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna.

Ekki lengur á bak við eldavélina

„Konan vill ekki lengur vera á bak við eldavélina og fyrst karlmennirnir eru teknir við þeim verkum þarf framkvæmdin að vera einföld.“ Þetta sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við opnun nýrrar flæðieldunarlínu Matfugls í Mosfellsbæ.

Gæsluþyrlan leitar manns

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld til að svipast um eftir manni sem saknað var á svæðinu í kringum Hafnarfjall. Rólegt var í lögregluumdæmum landsins að öðru leyti í gærkvöld.

Ákvörðunin hafði ekki tekið gildi

Samkeppnisstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að rannsaka kvartanir Landssíma Íslands á hendur 365 - ljósvakamiðlum þar sem ákvörðunin sem kvörtunin nær til hefur ekki tekið gildi.

1450 prósenta verðmunur á gulrótum

Mjög mikill verðmunur var á milli matvöruverslana í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um land allt miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn.

Geitungastofninn hruninn

Útlit er fyrir að íslenski geitungastofninn hafi hrunið síðastliðið sumar að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

21 milljarður í landfyllingar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt tillögunum er kveðið á um 350 hektara landfyllingu milli Örfiriseyjar og Akureyjar og frá Sæbraut í áttina að Engey. 

Breytingar á ríkisstjórninni

Jean Pierre-Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í morgun að breytinga væri að vænta á ríkisstjórn landsins. Hann fór ekki nánar út í þau mál en fyrir kosningarnar um stjórnarskrá Evrópusambandsins var því gert skóna að Raffarin þyrfti að biðjast lausnar yrði stjórnarskráin felld, eins og nú hefur komið á daginn.

Samningaviðræðum slitið

Starfsmannafélög Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akraness hafa slitið samningaviðræðum við launanefnd sveitarfélaganna. Launanefndin hafði gert félögunum tilboð sem félögin töldu of lágt og í engu samræmi við hækkanir sem aðrar stéttir hafa fengið, eins og kennarar. Næstu skref í kjaradeilunni verða ákveðin á næstu dögum.

Minningarathöfn í Fossvogi

Minningarathöfn um bandaríska hermenn sem látist hafa við skyldustörf á Íslandi verður haldin í Fossvogskirkjugarði klukkan ellefu. Talið er að 239 Bandaríkjamenn hafi fallið við skyldustörf hér á landi í Seinni heimsstyrjöldinni og var 201 þeirra grafinn í Fossvogskirkjugarði.

Eiginmaðurinn missti stjórn á sér

Sálfræðingur sagðist í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir hádegi að hann teldi að Magnús Einarsson, sem varð konu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg, hafi ekki undirbúið morðið heldur hafi hann misst stjórn á sér.

Ákvörðunar að vænta frá Bauhaus

Byggingavöruverslanarisinn Bauhaus tekur í næstu viku ákvörðun um hvort byggð verður verslun hér á landi. Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtæk úttekt á íslenskum byggingavörumarkaði og nú munu niðurstöður þeirrar úttektar liggja fyrir.

Ekki mikil áhrif fyrir Íslendinga

Höfnun Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins hefur engin sérstök áhrif fyrir Íslendinga. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands.

Vilja að R-listinn starfi áfram

Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum.

Þotugnýr yfir Reykjavík

Þotugnýr buldi yfir Reykjavík á tólfa tímanum þegar fallinna Bandaríkjamanna á Íslandi var minnst. Talið er að 239 Bandaríkjamenn hafi fallið við skyldustörf á Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni.

Vinna gegn óréttmætum launamun

Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst lýsir vilja til að vinna gegn óréttmætum launamun kynjanna með Samtökum atvinnulífsins og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt framkvæmdastjórinn gagnrýni launakönnun háskólans harðlega.

Skólastjórinn í 2 ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals á árunum 1994 til 2001 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna. 

Samvinna við Indverja í vísindum

Opinber heimsókn forseta Indlands, dr. Abdul Kalam, hófst í morgun þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Doritt Moussaief, tóku á móti honum á Bessastöðum. Forsetinn lagði áherslu á samvinnu landanna á vísindasviði.

Skipin enn að veiðum

Flugvél Landhelgisgæslunnar er komin á svæðið suður af Reykjanesi þar sem sjö sjóræningjaskip fundust á föstudag og mun vélin sveima yfir svæðinu í dag. Skipin eru enn að veiðum.

Vantar heimild fyrir 80 nemendur

Heimildir fyrir 80 nemendur við Menntaskólann á Ísafirði vantar í forsendur fjárlaga að mati Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara. Á vef Bæjarins besta segir að Ólína hafi greint frá þessu á laugardag þegar skólanum var slitið í 35. skipti.

Eldur í húsi að Mánagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Mánagötu í Reykjavík á fjórða tímanum vegna elds í húsi við götuna. Kona með ungabarn var á heimilinu en þau komust bæði út heil á húfi.

Sýknaður af tilraun til manndráps

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi í dag sýknaður af ákæru fyrir tilraun til manndráps en dæmdur til öryggisvistar á réttargeðdeildinni að Sogni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið mann þrisvar sinnum með hnífi á heimili sínu í nóvember í fyrra.

Mál hunds til úrskurðanefndar

Lögfræðingur hundsins Taraks, Jón Egilsson, ætlar að kæra niðurstöðu Umhverfisráðs í máli hans til úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Enn vegalaus hjá Geðhjálp

Pólitískur flóttamaður, Aslan Gilaev, dvelur enn í húsnæði Geðhjálpar, ríkisfangslaus og algjörlega vegalaus.

Farþegum fækkaði um 9%

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði úr rúmlega 130 þúsund í apríl 2004 í tæplega 119 þúsund farþega nú, eða um tæp níu prósent. Fækkun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum sjö prósentum milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um rúm 16 prósent.

Tólf gæðastyrkir veittir

Tólf gæðastyrkir voru veittir heilbrigðisstarfsmönnum . Það var Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem veitti þá.

Fjórða vélin tekin í notkun

Flugfélagið Ernir tekur í dag í notkun fjórðu flugvél félagsins sem keypt var til landsins fyrir nokkrum vikum. Vélin er eins hreyfils af gerðinni Cessna 207 og getur tekið allt að sjö farþega. Fyrir er flugfélagið með þrjár flugvélar í rekstri, þar af tvær níu farþega vélar.

Kviknaði í mjólkurfernu á eldavél

Eldurinn sem kom upp í húsi við Mánagötu á fjórða tímanum í dag kviknaði vegna mjólkurfernu sem var á eldavél. Kona með ungabarn var á heimilinu og komust þau bæði út, heil á húfi.

Með stærstu verkefnum í uppstoppun

Tunglfiskurinn sem flæktist í höfnina í Þorlákshöfn á haustdögum verður til sýnis í ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn á sjómannadaginn, 5. júní næstkomandi. Þetta mun vera eitt stærsta verkefni í uppstoppun sem unnið hefur verið hér á landi þar sem tunglfiskurinn er um tveggja metra langur.

Aldrei fleiri sótt um í HR

Aldrei hafa fleiri sótt um skólavist við Háskólann í Reykjavík en nú. Þegar miðað er við heildarfjölda umsókna í Háskólann í Reykjavík og Tækniháskólann í fyrra eru umsóknirnar um 70 prósent fleiri í ár.

Nágranni heyrði skerandi óp

Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart.

Allir skólar grænir á Hvanneyri

Svo mikil vakning er í umhverfismálum á Hvanneyri að það hefur komið alþjóðlegu umhverfisstofnuninni, Foundation for Environmental Education in Europe, í koll. Samtökin veita meðal annars grunn- og leikskólum sem hafa tileinkað sér vistvæn og lýðræðisleg vinnubrögð svokallaðan Grænfána í viðurkenningarskyni.

Bíður dóms fyrir sælgætissmygl

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur stefnt Árna Emanúelssyni til greiðslu sjö þúsund og fimm hundruð króna sektar vegna brota á tollalögum þegar hann hafði með sér um 25 kíló af sælgæti og gosdrykkjum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar síðla árs 2004. Telst slíkt brot á tollalögum og var Árna boðið að ljúka málinu með sátt hjá Tollstjóranum á Seyðisfirði sem hann hafnaði.

Sjá næstu 50 fréttir