Innlent

Minningarathöfn í Fossvogi

Minningarathöfn um bandaríska hermenn sem látist hafa við skyldustörf á Íslandi verður haldin í Fossvogskirkjugarði klukkan ellefu. Talið er að 239 Bandaríkjamenn hafi fallið við skyldustörf hér á landi í Seinni heimsstyrjöldinni og var 201 þeirra grafinn í Fossvogskirkjugarði. Eftir stríð voru líkamsleifar þeirra síðan fluttar til Bandaríkjanna. Heiðursvörður verður við bandaríska minnisvarðann í Fossvogskirkjugarði, ávörp verða flutt, bæði af Íslendingum og Bandaríkjamönnum, en athöfninni lýkur með heiðursflugi orrustuþotna af Keflavíkurflugvelli yfir Fossvog og Reykjavíkurflugvöll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×