Innlent

Stjórnvöld bæti laun

Aðalfundur félags eldri borgara í Kópavogi var haldinn laugardaginn 5. mars í Gullsmára 13. Þar var samþykkt reglugerð fyrir stuðningssjóðinn Hjálparhella sem á að greiða félögum í neyðartilfellum. Einnig var samþykkt ályktun um að stjörnvöld verði krafin um að bæta laun hinna lægst launuðu eldri borgara. Félagið mótmælir háum gjöldum aldraðra á lækniþjónustu og komugjöld og vill að lyfjaverð verði lækkað. Einnig hvetur félagið stjórnvöld til færa málefni aldraðra frá heilbrigðisráðuneytis til félagsmálaráðuneytis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×