Vill ekki leggja niður lánasjóð 6. mars 2005 00:01 Varaformaður Bændasamtaka Íslands leggst gegn hugmyndum um að leggja Lánasjóð landbúnaðarins niður. Málefni sjóðsins verða eitthvert stærsta málið sem verður til umfjöllunar á Búnaðarþingi sem sett verður á Hótel Sögu klukkan hálftvö. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og varaformaður Bændasamtakanna, segir aðkallandi að finna lausn sem tryggi áfram aðgang bænda að lánsfé. Bændur hafi greitt sjóðagjöld sem renni til lánasjóðsins og notuð séu til að niðurgreiða vexti. Nú bjóði bankarnir bændum hins vegar lán á hagstæðari kjörum en lánasjóðurinn hafi gert og þegar bændur hafi borgað upp sín lán hjá lánasjóðnum og séu komnir í viðskipti við banka sætti þeir sig illa við að greiða fyrrnefnd sjóðagjöld til lánasjóðsins. Því eigi hann von á að um þetta verði nokkrar umræður á Búnaðarþinginu. Gunnar segir að nefnd hafi skoðað þessi mál og beðið sé eftir niðurstöðum hennar. Aðspurður hvort hann búist við að Lánasjóður landbúnaðarins verði lagður niður eða hvort bændur vilji lækka gjöldin segir Gunnar að sjóðurinn geti ekki starfað áfram í óbreyttri mynd ef gjöldin verði lögð af og bendir á að í umræðu um málið á Búnaðarþingi verði allt undir. Lánasjóður landbúnaðarins þykir ekki stór en eigið fé hans er þó rífir þrír milljarðar króna. Gunnar varar við að sjóðurinn verði alfarið lagður niður. Hann viti að bankar séu tilbúnir að bjóða bændum tiltölulega hagstæð lán á þeim stöðum þar sem landbúnaður standi nokkuð föstum fótum en hann gruni að þeir séu ekki jafnspenntir fyrir því að lána bændum sem búa á jaðarsvæðum til þess að þeir geti fjármagnað sinn búskap og framkvæmdir. Hann telji því að það þurfi að viðhalda einhverjum sjóði eða lánastarfsemi sem veiti að minnsta kosti frumbýlingslán til jarðakaupa og annars slíks á frekar hagstæðum kjörum. Hugmyndir eru uppi um að Lífeyrissjóður bænda geti hugsanlega annast lánveitingar af því tagi sem lánasjóðurinn hefur annast fram að þessu en Gunnar minnir á að sá sjóður hafi verið í vanda. Önnur stór mál á dagskrá Búnaðarþings eru jafnréttismál, raforkumál, nýting skotveiðihlunninda og umsagnir um lagafrumvörp. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið í dag en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun ávarpa það og veita landbúnaðarverðlaunin. Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Varaformaður Bændasamtaka Íslands leggst gegn hugmyndum um að leggja Lánasjóð landbúnaðarins niður. Málefni sjóðsins verða eitthvert stærsta málið sem verður til umfjöllunar á Búnaðarþingi sem sett verður á Hótel Sögu klukkan hálftvö. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og varaformaður Bændasamtakanna, segir aðkallandi að finna lausn sem tryggi áfram aðgang bænda að lánsfé. Bændur hafi greitt sjóðagjöld sem renni til lánasjóðsins og notuð séu til að niðurgreiða vexti. Nú bjóði bankarnir bændum hins vegar lán á hagstæðari kjörum en lánasjóðurinn hafi gert og þegar bændur hafi borgað upp sín lán hjá lánasjóðnum og séu komnir í viðskipti við banka sætti þeir sig illa við að greiða fyrrnefnd sjóðagjöld til lánasjóðsins. Því eigi hann von á að um þetta verði nokkrar umræður á Búnaðarþinginu. Gunnar segir að nefnd hafi skoðað þessi mál og beðið sé eftir niðurstöðum hennar. Aðspurður hvort hann búist við að Lánasjóður landbúnaðarins verði lagður niður eða hvort bændur vilji lækka gjöldin segir Gunnar að sjóðurinn geti ekki starfað áfram í óbreyttri mynd ef gjöldin verði lögð af og bendir á að í umræðu um málið á Búnaðarþingi verði allt undir. Lánasjóður landbúnaðarins þykir ekki stór en eigið fé hans er þó rífir þrír milljarðar króna. Gunnar varar við að sjóðurinn verði alfarið lagður niður. Hann viti að bankar séu tilbúnir að bjóða bændum tiltölulega hagstæð lán á þeim stöðum þar sem landbúnaður standi nokkuð föstum fótum en hann gruni að þeir séu ekki jafnspenntir fyrir því að lána bændum sem búa á jaðarsvæðum til þess að þeir geti fjármagnað sinn búskap og framkvæmdir. Hann telji því að það þurfi að viðhalda einhverjum sjóði eða lánastarfsemi sem veiti að minnsta kosti frumbýlingslán til jarðakaupa og annars slíks á frekar hagstæðum kjörum. Hugmyndir eru uppi um að Lífeyrissjóður bænda geti hugsanlega annast lánveitingar af því tagi sem lánasjóðurinn hefur annast fram að þessu en Gunnar minnir á að sá sjóður hafi verið í vanda. Önnur stór mál á dagskrá Búnaðarþings eru jafnréttismál, raforkumál, nýting skotveiðihlunninda og umsagnir um lagafrumvörp. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, setur þingið í dag en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun ávarpa það og veita landbúnaðarverðlaunin.
Fréttir Innlent Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira