Fleiri fréttir

Forysta Frjálslyndra fær það óþvegið

Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar, skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar.

Breyttu gamalli hlöðu í reiðskemmu

Það er allt hægt með viljann að vopni. Þetta vita félagar í hestamannafélaginu á Álftanesi sem höfðu enga fjárhagslega burði til að byggja reiðhöll. Í staðinn unnu tugir sjálfboðaliða nótt sem nýtan dag við að breyta gamalli hlöðu í reiðskemmu, svo hægt yrði að kenna yngstu kynslóðinni reiðlistina í skjóli fyrir veðri og vindum.

Grunur um skattsvik á stöðunum

Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum.

Þingið á suðupunkti á tímabili

Magnús Þór Hafsteinsson var endurkjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins með tæplega 70 prósentum atkvæða á landsþingi flokksins í dag. Landsþingið var á suðupunkti síðdegis áður en niðurstaðan fékkst en svo féll allt í ljúfa löð.

Fimmfalt fleiri reyna sjálfsvíg

Ætla má að fjöldi sjálfsvígstilrauna hér á landi hafi nær fimmfaldast síðustu ár samkvæmt tölum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur tekið saman.

Fischer sakaður um skattalagabrot

Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna.

1. maí ekki haldinn 1. maí?

Fyrsta maí kröfugangan gæti heyrt sögunni til. Hún er barn síns tíma og stendur ekki undir væntingum að mati miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands. Verði stjórninni að vilja sínum gæti það einnig þýtt að framvegis verði haldið upp á 1. maí þann 3. eða jafnvel 7. maí.

Fjöldi kynnti sér námsleiðir

Fjöldi væntanlegra háskólanema kynnti sér starfsemi sjö háskóla á Stóra háskóladeginum sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær. Uppákomur sem Listaháskólinn stóð fyrir settu svip á daginn og skemmtu þeim sem komu til að kynna sér starfsemi skólanna.

Magnús endurkjörinn

Magnús Þór Hafsteinsson vann öruggan sigur á Gunnari Örlygssyni í kosningu um varaformannsembættið á landsþingi Frjálslynda flokksins í gær. Tæplega 140 greiddu atkvæði og fékk Magnús Þór 70 prósent gildra atkvæða.

17 milljónir í einbýlishúsalóð

Tilboð í lóðir í þriðja hluta Norðlingaholts eru mun hærri en í fyrri hluta hverfisins. Verktakar bjóða andvirði tæpra sjö milljóna króna á hverja íbúð í fjölbýlishúsum. Sá sem hæst bauð í einbýlishús dregur tilboðið til baka. </font /></b />

Tugmilljóna hækkun milli ára

"Þetta eru tilboð upp á fimmtíu prósenta hækkun frá því sem nú er," segir Ragnar Gunnlaugsson á Bakka, formaður veiðifélagsins sem á Víðidalsá, um tilboðin sem bárust í leigu árinnar næsta ár.

Leituðu sannana fyrir skattsvikum

Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum.

Lágmarkslaunin fara í 113 þúsund

Laun félaga í SFR - stéttarfélagi í almannaþágu hækka um átján prósent samkvæmt nýgerðum samningi við fjármálaráðuneytið. Samningurinn verður undirritaður næsta miðvikudag og mun gilda afturvirkt frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. apríl 2008.

Eldur í togaranum Breka í gærkvöld

Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma.

Fagna nýrri stefnu varðandi ESB

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili.

Fagna eflingu jafnréttis

Landssamband framsóknarkvenna telur að djúp spor hafi verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna og þar með sögu flokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti innan flokksins. Framsóknarkonur telja að þau skref muni án efa leiða Framsóknarflokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmálum.

Kynna skuldbreytingar námslána

Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns.

Ólga vegna uppsagna

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðleikhúsinu í dag, en mikil ólga er meðal leikara sem starfa þar vegna fyrirhugaðra uppsagna tíu leikara frá og með morgundeginum, 1. mars. Leikarar í Þjóðleikhúsinu segja það óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum en þjóðleikhússtjóri segir búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins.

Forsætisráðherra til Danmerkur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur. Í heimsókninni mun Halldór hitta marga málsmetandi Dani og einnig forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í Danmörku. Heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur lýkur á miðvikudag.

Samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað

Neytendasamtökin telja að breyta eigi dómsmeðferð samkeppnismála á þann veg að samkeppnisyfirvöld geti áfrýjað dómum líkt og í Svíþjóð. Þar voru í síðustu viku fimm sænsk olíufélög dæmd í sænska markaðsdómstólnum til að greiða tæpan milljarð íslenskra króna fyrir ólöglegt samráð. Markaðsdómstóllinn, æðsta dómsstig Svía í samkeppnismálum, hækkaði þær sektir sem kveðnar höfðu verið upp í undirrétti um ríflega helming.

Legókubbur stóð í dreng

Drengur á sjötta ári varð fyrir því síðdegis á laugardag að gleypa legókubb sem stóð í hálsi hans og olli honum öndunarörðugleikum. Ekki tókst að losa um kubbinn og því var drengurinn fluttur með hraði á slysadeild Landspítalans.

Leikarar verði verkefnaráðnir

Óánægju gætir meðal leikara Þjóðleikhússins eftir að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tilkynnti á fundi í morgun með þeim um uppsagnir tíu fastráðinna leikara af  33. Markmiðið er að verkefnaráða leikara frekar framvegis. Þeim sem skemmst hafa starfað við leikhúsið verður sagt upp.

Bryndís hættir á þingi 1. ágúst

Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Forseti Íslands fær heiðursorðu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag sæmdur heiðursorðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, orðu heilags Valdimars konungs. Alexei II patríarki ákvað þann 17. febrúar að Ólafur Ragnar skyldi fá orðuna fyrir stuðning sinn við starf safnaðar rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og baráttu fyrir því að hér verði byggð kirkja.

Gjaldskrá hækkar ef ekki semst

Gjaldskrá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hækkar um þúsundir króna náist ekki nýir samningar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir kvöldið. Deilt er um svokallað afsláttarþak sem sjúkraþjálfarar segja að hafi lamandi áhrif á starfsemina.

Segir blað brotið í sögu flokksins

Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður.

Bjartsýnni á lausn Fischer

Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan.

Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars

Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska.

Sjávarútvegsakademía opnuð í dag

Norræna sjávarútvegsakademían var formlega opnuð í dag. Stofnunin á að verða samnefnari fyrir norrænar rannsóknir á auðlindum sjávar en hún hefur ekki ákveðið aðsetur heldur er um að ræða samvinnuverkefni sem stjórnað verður frá Háskólanum í Björgvin.

Tryggur kjarni viðskiptavina

Verðstríð stórmarkaðanna hefur lítil sem engin áhrif á viðskipti hjá þeim smákaupmönnum sem enn lifa. Þetta segir Gunnar Jónasson kaupmaður í versluninni Kjötborg í Vesturbænum.

Blöndun og sekkjun hætt í Gufunesi

Öllum starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem störfuðu við blöndun og sekkjun áburðar hefur verið sagt upp störfum. Blöndun og sekkjun áburðar hér á landi leggst af í vor og fer alfarið fram í Eistlandi undir eftirliti Áburðarverksmiðjunnar og eftir uppskriftum hennar. Þaðan verður áburðurinn fluttur hingað til lands.

Fá endurgreitt vegna Vioxx

Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme á Íslandi greiðir 4,5 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslan er vegna kostnaðar sem féll á stofnunina vegna niðurgreiðslu gigtarlyfsins Vioxx  til sjúklinga.

Vara við skaðsemi ljósabekkja

Norrænar geislavarnastofnanir hafa gefið út sameiginlega viðvörun til fólks um skaðsemi ljósabekkja. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mjög á síðustu áratugum á Norðurlöndum. Mælt er gegn allri notkun ljósabekkja í fegrunarskyni og bent á að starfsfólk sólbaðsstofa þurfi að hafa þekkingu á geislun til að leiðbeina viðskiptavinum.

Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum

Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda.

Á móti styttingu stúdentsprófs

Félag framhaldsskólakennara leggst gegn styttingu náms til stúdentsprófs eins og hún er hugsuð nú og telur þörf á að endurskoða allt skólakerfið sem heild. Aðalfundur félagsins var haldin fyrir helgi og í ályktun segir að félagið gagnrýni menntamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki efnt til umræðu við skólasamfélagið og almenning um nám allt frá upphafi skólaskyldu til stúdentsprófs.

Ingibjörg tekur við af Bryndísi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag.

Jóna Thuy strauk aftur

Stúlkan sem lögreglan leitaði sem mest að í síðustu viku og fann loks, er strokin frá Stuðlum. Hún heitir Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir og er fjórtán ára.

Áburðarverksmiðja seld kaupfélögum

Haraldur Haraldsson, gjarnan kenndur við Andra, hefur selt Kaupfélögum Skagfirðinga, Borgfirðinga og Héraðsbúa Áburðarverksmiðjuna. Haraldur keypti Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi árið 1999 á 1300 milljónir króna ásamt fleiri fjárfestum.

Tímabær viðurkenning

Í gær skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvá undir samning um kaup Sjóvá á Hugverkasjóði Bubba Morthens, fyrir tilstilli Íslandsbanka. Samningurinn felur í sér greiðslu til Bubba upp á tugi milljóna.

Mistök við sendingu

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að ef fleiri en einn viðtakandi bjó á sama heimilisfangi, fóru allir reikningar á einn aðila þess heimilsfangs.

Aðeins þarf að segja upp þremur

Þjóðleikhúsið þarf aðeins að segja upp þremur leikurum en ekki tíu eins og til stóð þar sem sjö sögðu sjálfviljugir upp samningi sínum. Til stóð að segja upp tíu manns og ráða leikara framvegis frekar í ákveðin verkefni. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri hafði óskað eftir því að þeir leikarar sem vildu binda sig í verkefnum utan leikhússins losuðu samninga sína svo hægt væri að nýta þá fyrir aðra.

Hrognavinnsla á ný í Grindavík

Hrognavinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag eftir mikinn bruna fyrir tæpum þremur viku og landaði Háberg GK tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja.

Manndráp af gáleysi

Tvítugur maður var fundinn sekur um að hafa ollið banaslysi í maí síðastliðnum þegar hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða kona sem lést skömmu síðar af áverkum sínum.

Ekki grunur um manndráp

"Það er auðvitað ríkissaksóknara að taka ákvörðun um hvort framhald verður á rannsókninni en að okkar mati leikur enginn grunur á neinu misjöfnu," segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, vegna dauðaslyss þess sem þar varð í eldsvoða í desember síðastliðnum.

Rannsóknir enn í gangi

"Rannsókn þessara mála er enn í fullum gangi og engar upplýsingar gefnar meðan svo er," segir Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra um rannsókn þeirra á Baugsmálinu svokallaða og meintu samráði íslensku olíufélaganna.

Sjá næstu 50 fréttir