Fleiri fréttir Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01 Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01 Endurupptaka ekki útilokuð Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. 22.2.2005 00:01 Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. 22.2.2005 00:01 13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. 22.2.2005 00:01 Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. 22.2.2005 00:01 Hagnaður Actavis 5 milljarðar Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir. 22.2.2005 00:01 Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. 22.2.2005 00:01 VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. 22.2.2005 00:01 Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. 22.2.2005 00:01 Stofna samráðshóp um húsarifin Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi. 22.2.2005 00:01 Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. 22.2.2005 00:01 Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. 22.2.2005 00:01 Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. 22.2.2005 00:01 Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. 22.2.2005 00:01 Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. 22.2.2005 00:01 Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. 22.2.2005 00:01 Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. 22.2.2005 00:01 Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Sigsteinn gefur Rauða krossinum Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum. 22.2.2005 00:01 Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. 22.2.2005 00:01 Ökumaður virtist látinn Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum. 22.2.2005 00:01 Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. 22.2.2005 00:01 Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. 22.2.2005 00:01 Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. 22.2.2005 00:01 Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. 22.2.2005 00:01 Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. 22.2.2005 00:01 Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. 22.2.2005 00:01 Flugferðir á áætlun verða farnar Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar. 22.2.2005 00:01 Götueftirlit komið til að vera 32 fíkniefnamál hafa komið upp í götueftirliti fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík frá 1. febrúar og hafa 35 verið kærðir í kjölfarið. 22.2.2005 00:01 Geri allt til að bjarga barninu Ung móðir hefur leitað að 14 ára syni sínum síðan í síðustu viku. Hún sá hann í fyrrakvöld og kallaði til hans. Hann lét sig hverfa. Hún frétti af honum á tilteknum stað í gær. Fósturfaðir hans fór þangað í hvelli, - en of seint. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar. 22.2.2005 00:01 800 milljóna hótel nærri tilbúið Nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti verður opnað í byrjun í apríl. Ferðaskrifstofan Heimsferðir keypti húsið á 510 milljónir króna í fyrra. Tómas. J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að samið hafi verið við Radisson-SAS, sem einnig rekur Hótel Sögu, um að reka hótelið. 22.2.2005 00:01 Bann á Nýju Skátabúðina Eigendur Nýju Skátabúðarinnar í Faxafeni verða að breyta nafni verslunarinnar eftir að Bandalag íslenskra skáta kvartaði til Einkaleyfastofu. 22.2.2005 00:01 Borgin hafnar túlkaþjónustu Borgaryfirvöld hafa hafnað beiðni Félags heyrnarlausra um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við niðurstöðuna. Líklega verði farið með málið fyrir dómstóla. 22.2.2005 00:01 Harma orð Halldórs Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina. 22.2.2005 00:01 Guðni vill rífa Steingrímsstöð Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina. 22.2.2005 00:01 Ætla með málið til Brussel ef þarf Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. 22.2.2005 00:01 Getum lítið fylgst með Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir að fólki sé aldrei beint í ósamþykktar íbúðir en ekki sé fylgst sérstaklega með því hvort skjólstæðingar búi í ósamþykktu húsnæði eða ekki. 22.2.2005 00:01 Lyf send heim í tvo áratugi "Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu. 22.2.2005 00:01 Lóðum þinglýst til varnar braski Borgarráð ákveður á næstunni hvort 30 lóðum við Lambasel verður úthlutað með því að draga úr hatti eða hvort haldið verði útboð eins og í Norðlingaholti. Lóðunum verður síðan þinglýst til að koma í veg fyrir brask.</font /></b /></font /> 22.2.2005 00:01 Símakostnaður hefur þrefaldast Útgjöld heimilanna vegna póst- og símakostnaðar hækkuðu um 70 prósent á innan við áratug eftir farsímavæðingu landsins. Um 255 þúsund GSM-símanúmer eru í notkun í dag. </font /></b /> 22.2.2005 00:01 Slapp naumlega undan hnullungi Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist. 22.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mótmæla byggingu Brimborgar Íbúar í Kópavogi óttast jákvæð viðbrögð skipulagsnefndar við fyrirhugaðri nær níu þúsund fermetra byggingum Brimborgar við Dalveg. Þeir segja að rísi húsin verði það umhverfisslys fyrir byggðina. Brimborg segir húsin hönnuð til að auka veg hverfisins. </font /></b /> 23.2.2005 00:01
Umsátursástand á fasteignamarkaði Það er víðar en á suðvesturhorni landsins sem margir bítast um þær fáu eignir sem í boði eru. Spurn eftir húsnæði á Akureyri er jafnvel meiri en í Reykjavík. Fasteignasalar tala um umsátursástand á markaðnum. Vestfirðir skera sig þó úr. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Sjö króna sekt fyrir grammið Bannað er með lögum að flytja inn munntóbak sem engu að síður margir nota. Allt munntóbak sem finnst er gert upptækt á Keflavíkurflugvelli og er sjö króna sekt á hvert gramm sem næst. Heildsali sem blaðið veit um selur um 125 kíló af munntóbaki á tveggja vikna fresti. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Fyrstu húsin í fimmtán ár Verktakafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit áformar að reisa tvö parhús með fjórum íbúðum í Reykjahlíðaþorpi á næstu mánuðum en það eru fyrstu húsin sem byggð eru í þorpinu í hálfan annan áratug. Byrjað er á jarðvinnu við fyrra parhúsið og eru báðar íbúðirnar seldar. 22.2.2005 00:01
Endurupptaka ekki útilokuð Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. 22.2.2005 00:01
Flutt í sjúkrabíl til Reykjavíkur Kona, sem var ein í bíl sínum, var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans eftir að hún ók á mannlausan bíl við Austurveg á Selfossi í gærkvöldi. Hún mun ekki vera lífshættulega slösuð. Við áreksturinn kastaðist mannlausi bíllinn á annan mannlausan bíl og varð mikið eignatjón. 22.2.2005 00:01
13,5 stig á Kirkjubæjarklaustri Hitametið féll, eða öllu heldur kolféll, á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar hitastigið komst upp í 13,5 stig en fyrra metið í febrúar var 9,9 gráður. Nýja metið er því rúmlega þremur og hálfu stigi hærra en það gamla. 22.2.2005 00:01
Stúlkunnar enn leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir enn eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur, fjórtán ára af asískum uppruna. Hún er 160 sm á hæð, svarthærð með brún augu. Ekki er vitað hvernig hún er klædd. 22.2.2005 00:01
Hagnaður Actavis 5 milljarðar Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir. 22.2.2005 00:01
Ekki flugfært frá Reykjavík Ekkert hefur verið flogið innanlands frá Reykjavíkurflugvelli í morgun vegna þokunnar í borginni. Flugfarþegum hefur því verið ekið með rútum til Keflavíkur svo unnt væri að koma þeim með flugi á áfangastað. 22.2.2005 00:01
VG á móti sölu Landsvirkjunar Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík áskilur sér allan rétt til að leggjast gegn áformum um fyrirhugaða sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Það þjóni hvorki hagsmunum Reykvíkinga né annarra landsmanna að málið fari lengra á þeim forsendum sem iðnaðarráðherra hafi lagt upp. 22.2.2005 00:01
Skátar í hávegum í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær verður fyrst bæjarfélaga til að semja um rekstur á skátastarfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun undirrita samstarfssamning við skátafélagið Hraunbúa í kvöld. 22.2.2005 00:01
Stofna samráðshóp um húsarifin Húsarif á Laugavegi og breytingar þar hafa vakið sterk viðbrögð og nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að stofna samráðshóp, skipulagsnefnd til ráðgjafar. Hópurinn á að starfa á meðan breytingarnar standa yfir en gert er ráð fyrir að þær taki tvo áratugi. 22.2.2005 00:01
Nemendur njóta ekki sannmælis Margir nemendur njóta ekki sannmælis í skriflegum prófum, segir formaður Félags grunnskólakennara, en félagið vill að samræmd próf verði lögð niður í núverandi mynd. 22.2.2005 00:01
Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. 22.2.2005 00:01
Ríkið hætti afskiptum Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. 22.2.2005 00:01
Konur starfi meira í friðargæslu Leita ber leiða til að auka tækifæri kvenna til að taka þátt í friðargæslu á vegum Íslands. Þetta er niðurstaða skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði UNIFEM á Íslandi. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna hér á landi, kannaði starfsemi friðargæslunnar á árunum 1994-2004, einkum með hliðsjón af jafnréttis- og kynjasjónarmiðum. 22.2.2005 00:01
Mósa - bakteríur af sama stofni Talið er sennilegt að Mósa-bakteríur þær sem greindust á hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og Hrafnistu séu af sama stofni, að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur yfirlæknis hjá sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. 22.2.2005 00:01
Greiðslur jukust um milljarð Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkuðu um milljarð á milli áranna 2003 og 2004. 22.2.2005 00:01
Flug liggur enn niðri Annan daginn í röð liggur þykk þoka yfir höfuðborginni og truflar m.a. innanlandsflug. Vélar hafa lent í Keflavík í allan en reynt verður að lenda í Reykjavík núna á næstunni. Farþegar hafa verið ferjaðir frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur með rútum og verður því að líkindum haldið áfram þangað til léttir til. 22.2.2005 00:01
Tenórarnir tveir að koma Stórtenórarnir José Carreras og Placido Domingo syngja báðir á tónleikum í Reykjavík í næsta mánuði, Carreras í Háskólabíói 5. mars og Domingo í Egilshöll 13. mars. Miðar í bestu sætin kosta 30 þúsund krónur. Miðasala gengur vel. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Sigsteinn gefur Rauða krossinum Sigsteinn Pálsson, sem um áratugaskeið var bóndi á Blikastöðum en býr nú í hárri elli á dvalarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, lét gott af sér leiða á dögunum. 22.2.2005 00:01
Tottenham-maður á hafnfirsku fleyi Velski knattspyrnumaðurinn Simon Davies, sem leikur með lundúnska liðinu Tottenham Hotspur, hefur keypt íslenskan bát í félagi við föður sinn og bræður. Verður hann gerður út á humar og krabba og mun Lee, eldri bróðir Simons, stjórna útgerðinni. 22.2.2005 00:01
Ökumaður virtist látinn Lögreglan og sjúkrabíll voru send með hraði á Vogastapa um hádegisbil eftir að tilkynnt var um kyrrstæða bifreið þar sem ökumaðurinn virtist ekki vera með lífsmarki. Því var neyðarlið sent á staðinn í flýti. Í þann mund er hjálpin barst varð vart við lífsmark í bílnum. 22.2.2005 00:01
Allt í góðu hjá Brynju og Freyju Fréttir af átökum framsóknarkvenna í Kópavogi og stofnun framsóknarkvennafélagsins Brynju til höfuðs Freyju sem starfað hefur um árabil hafa ekki náð eyrum vinkvennanna Brynju og Freyju sem búa í Grafarholti í Reykjavík. 22.2.2005 00:01
Aurbleyta á Suðurlandi Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. 22.2.2005 00:01
Fischer fær útlendingavegabréf Bobby Fischer fær svokallað útlendingavegabréf hér á landi. Útlendingastofnun samþykkti þetta rétt áðan að sögn Einars S. Einarssonar í Stuðningshópi Fischers. Sendiherra Íslands í Japan mun annast afhendingu á vegabréfinu. 22.2.2005 00:01
Ört vaxandi aðsókn í Foreldrahús Aðsókn barna og foreldra í Foreldrahúsið er að aukast hröðum skrefum, að sögn Elísu Wium, sem starfar þar. 22.2.2005 00:01
Vanhugsaðar hugmyndir ráðherra Vinstri - grænir í Skagafirði mótmæla harðlega „vanhugsuðum hugmyndum“ iðnaðarráðherra um sameiningu og einkavæðingu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða. Þeir segja markaðs- og einkavæðing almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar ganga þvert gegn vilja og hagsmunum íbúa landsbyggðarinnar. 22.2.2005 00:01
Óttast um líf sitt í kjölfar morða Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. 22.2.2005 00:01
Flugferðir á áætlun verða farnar Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur enn niðri og fer allt innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll. Farþegar eru ferjaðir þangað í rútum. Áætlun hefur eðli máls samkvæmt ekki haldist en þær ferðir sem eru á áætlun það sem eftir er dags verða farnar. 22.2.2005 00:01
Götueftirlit komið til að vera 32 fíkniefnamál hafa komið upp í götueftirliti fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík frá 1. febrúar og hafa 35 verið kærðir í kjölfarið. 22.2.2005 00:01
Geri allt til að bjarga barninu Ung móðir hefur leitað að 14 ára syni sínum síðan í síðustu viku. Hún sá hann í fyrrakvöld og kallaði til hans. Hann lét sig hverfa. Hún frétti af honum á tilteknum stað í gær. Fósturfaðir hans fór þangað í hvelli, - en of seint. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru opin. Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan 21 í kvöld. Þar er skafheiður himinn, sólskin, logn og fjögurra stiga hiti. Færið er gott og stólalyftan í Kóngsgili er í gangi í Bláfjöllum sem og diskalyftur. Í Skálafelli eru allar lyftur opnar. 22.2.2005 00:01
800 milljóna hótel nærri tilbúið Nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti verður opnað í byrjun í apríl. Ferðaskrifstofan Heimsferðir keypti húsið á 510 milljónir króna í fyrra. Tómas. J. Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Heimsferða, segir að samið hafi verið við Radisson-SAS, sem einnig rekur Hótel Sögu, um að reka hótelið. 22.2.2005 00:01
Bann á Nýju Skátabúðina Eigendur Nýju Skátabúðarinnar í Faxafeni verða að breyta nafni verslunarinnar eftir að Bandalag íslenskra skáta kvartaði til Einkaleyfastofu. 22.2.2005 00:01
Borgin hafnar túlkaþjónustu Borgaryfirvöld hafa hafnað beiðni Félags heyrnarlausra um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við niðurstöðuna. Líklega verði farið með málið fyrir dómstóla. 22.2.2005 00:01
Harma orð Halldórs Höfuðborgarsamtökin harma ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri fyrir skömmu. Halldór sagði að flugvöllur yrði að vera í Vatnsmýrinni til frambúðar til að tryggja greiðar samgöngur landsbyggðarbúa við höfuðborgina. 22.2.2005 00:01
Guðni vill rífa Steingrímsstöð Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina. 22.2.2005 00:01
Ætla með málið til Brussel ef þarf Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segist ekki sætta sig við að borgaryfirvöld skuli hafa hafnað beiðni félagsins um að viðurkennd verði skylda Reykjavíkurborgar til að tryggja endurgjaldslausa túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa foreldra grunnskólabarna. 22.2.2005 00:01
Getum lítið fylgst með Sæmundur Hafsteinsson, forstöðumaður Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir að fólki sé aldrei beint í ósamþykktar íbúðir en ekki sé fylgst sérstaklega með því hvort skjólstæðingar búi í ósamþykktu húsnæði eða ekki. 22.2.2005 00:01
Lyf send heim í tvo áratugi "Heimsendingarþjónusta apóteka hefur tíðkast síðan 1982, þetta byrjaði í Laugavegsapóteki sem er núna Lyfja við Laugaveg," segir Þorbergur Egilsson, rekstarstjóri Lyfju, um fréttir af Lyfjaveri, fyrsta apóteki sem sérhæfir sig í heimsendingarþjónustu. 22.2.2005 00:01
Lóðum þinglýst til varnar braski Borgarráð ákveður á næstunni hvort 30 lóðum við Lambasel verður úthlutað með því að draga úr hatti eða hvort haldið verði útboð eins og í Norðlingaholti. Lóðunum verður síðan þinglýst til að koma í veg fyrir brask.</font /></b /></font /> 22.2.2005 00:01
Símakostnaður hefur þrefaldast Útgjöld heimilanna vegna póst- og símakostnaðar hækkuðu um 70 prósent á innan við áratug eftir farsímavæðingu landsins. Um 255 þúsund GSM-símanúmer eru í notkun í dag. </font /></b /> 22.2.2005 00:01
Slapp naumlega undan hnullungi Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist. 22.2.2005 00:01