Innlent

Bann á Nýju Skátabúðina

Eigendur Nýju Skátabúðarinnar í Faxafeni verða að breyta nafni verslunarinnar eftir að Bandalag íslenskra skáta kvartaði til Einkaleyfastofu. Einkaleyfastofa hefur ákvarðað Bandalagi íslenskra skáta í vil. Bandalagið hefur rekið Skátabúðina samfleytt í 50 ár en fyrir tveimur árum opnaði fyrrverandi starfsmaður verslunarinnar nýja verslun sem hann gaf nafnið Nýja Skátabúðin. Einkaleyfastofa telur að vegna þess hversu nöfnin séu lík sé hætta á ruglingi. Því hefur skráning merkisins Nýja Skátabúðin verið felld úr gildi. Eigandinn hefur tvo mánuði til að áfrýja málinu til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×