Innlent

Aurbleyta á Suðurlandi

Vegna vætutíðar og hlýinda síðustu daga þarf Vegagerðin að takmarka ásþunga ökutækja á vegum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur - Skaftafellssýslu við tíu tonn. Slitlagsskemmdir voma yfir ef svo þung ökutæki fara um aurblauta vegina. Takmarkanirnar hindra ferðir allra stærstu og þyngstu bíla en aðrir komast auðveldlega leiðar sinnar. Til samanburðar má nefna að hefðbundinn fólksbíll er um eða rétt yfir eitt tonn að þyngd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×