Fleiri fréttir Rafmagnsreikningur hækkar um 54% Rafmagnsreikningur smáfyrirtækis í Kópavogi hækkaði um 54 prósent um áramótin þegar afsláttartaxti var felldur niður. Óvíst er að fyrirtækið lifi af hækkunina. 22.2.2005 00:01 Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna Umræður um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga eru á lokastigi. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ósáttur við niðurstöðuna og segir fjármála- og félagsmálaráðherra sýna stöðu sveitarfélaganna skilningsleysi. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í veltusköttum. 22.2.2005 00:01 Logandi átök um Landsvirkjun Þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, lýstu í gær yfir andstöðu sinni við sameiningu Landsvirkjunar, Orkubúsins og Rarik. Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir viðskiptaráðherra fyrir að ræða ekki mögulega einkavæðingu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Málið hefur verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks. 22.2.2005 00:01 Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. 22.2.2005 00:01 Fyrsta sjúkrastofnun á Íslandi? Vísbendingar um fyrstu sjúkrastofnun á Íslandi hafa fundist á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Tuttugu beinagrindur sem þar voru grafnar upp reyndust vera af fólki sem bjó við fötlun eða veikindi. 22.2.2005 00:01 Sáum ekki þessa þróun fyrir "Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um 90 prósenta íbúðalán hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri. 21.2.2005 00:01 Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. 21.2.2005 00:01 Enginn handtekinn vegna ránsins Enginn hefur enn verið handtekinn vegna ránsins í Árbæjarapóteki í fyrradag eftir að tveimur mönnum var sleppt í gær að loknum yfirheyrslum. Grunur beindist fljótt að þeim en þeir virðast hafa öruggar fjarvistarsannanir. 21.2.2005 00:01 8 handteknir vegna fíkniefnamála Átta manns voru handteknir á Akureyri um helgina vegna fíkniefnamála og enn eitt fíkniefnamálið hefur verið í rannsókn síðan í nótt. Mennirnir átta voru teknir í tvennu lagi og fundust fíkniefni og tól til neyslu þeirra í báðum tilvikum. 21.2.2005 00:01 Þungatakmarkanir á þjóðvegum Þungatakmarkanir taka gildi á þjóðvegum á Vesturlandi um hádegi í dag þar sem frost er farið úr jörðu og hætt er við aurbleytu. Annars er greiðfært um flesta þjóðvegi landsins og vegir víðast að verða auðir en þó er hálka á Mývatnsöræfum og á Öxi. 21.2.2005 00:01 Fangelsi og 30 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. 21.2.2005 00:01 Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. 21.2.2005 00:01 Þingmenn tala af vanþekkingu Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. 21.2.2005 00:01 Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. 21.2.2005 00:01 Varpstaður ritunnar einsdæmi Ritan er komin til Bolungarvíkur og farin að huga að hreiðurgerð í fríholtunum utan á bryggjunum og mun það vera einsdæmi hér á landi að fugl velji sér viðlíka varpstaði. Ritan hverfur út á Atlantshafið síðsumars og sést ekki aftur fyrr en um þetta leyti og er hún kærkominn vorboði í Bolungarvík. 21.2.2005 00:01 Assan á heimaslóðum á Suðurlandi Haförninn, eða assan, sem sleppt var austur í Grafningi á laugardag eftir að hafa verið undir mannahöndum til lækninga virðist vera á heimaslóðum á Suðurlandi. Sjálfvirkur sendir var festur við hana og samkvæmt honum flaug hún um svæðið og síðan niður að Soginu, að öllum líkindum í ætisleit. 21.2.2005 00:01 Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. 21.2.2005 00:01 Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. 21.2.2005 00:01 Ólafur hættur formennsku í FEB Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lét af formennsku í Félagi eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi þess um helgina. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi var kjörin í hans stað en hún var áður varaformaður. 21.2.2005 00:01 Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. 21.2.2005 00:01 Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> 21.2.2005 00:01 Löng bið eftir fáum úrræðum Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir:"Mamma ég vil bara fá að deyja." Þetta segir varaformaður Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Hann segir alltof langa bið eftir alltof fáum úrræðum. </font /></b /> 21.2.2005 00:01 Strauk frá Stuðlum og er leitað Leit stendur yfir að 14 ára dreng sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins strauk drengurinn síðastliðinn miðvikudag og hefur því verið týndur í tæpa viku, þegar þetta er skrifað. 21.2.2005 00:01 Ökukennaranám í KHÍ Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt. 21.2.2005 00:01 Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. 21.2.2005 00:01 Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss 21.2.2005 00:01 Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. 21.2.2005 00:01 14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. 21.2.2005 00:01 Flug úr skorðum vegna þoku Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur. 21.2.2005 00:01 Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. 21.2.2005 00:01 Tæpt ár fyrir kjálkabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 33 ára gamlan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, innbrot og þjófnað. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á konu í íbúð sinni að morgni gamlársdags árið 2003 og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði. 21.2.2005 00:01 Stal buxum, kaffi og frönskum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa. 21.2.2005 00:01 Skilorð fyrir árás með flösku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu. 21.2.2005 00:01 Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. 21.2.2005 00:01 Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. 21.2.2005 00:01 Framhúsið ekki rifið Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars. 21.2.2005 00:01 2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. 21.2.2005 00:01 Siv undrast að vera ekki boðið Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. 21.2.2005 00:01 Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. 21.2.2005 00:01 Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. 21.2.2005 00:01 Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. 21.2.2005 00:01 Dylgjur óheimilar Samkeppnisráð úrskurðaði í gær að Hnit hf., hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að gefa í skyn í bréfi til ýmissa sveitarfélaga að keppinautur noti gamlan og úreltan búnað við loftmyndatöku. 21.2.2005 00:01 Siv og Una María víki Siv Friðleifsdóttur og Hansínu Björgvinsdóttur var ekki boðið á stofnfund Brynju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Óskað er eftir undanþágu til að félagið geti sent fulltrúa á flokksþing og farið fram á að Siv og Una víki sæti úr landsstjórn á meðan fjallað er um málið. 21.2.2005 00:01 Lögregla yfirheyrir tvo vegna ráns Lögreglan í Reykjavík handtók um miðnætti tvo karlmenn sem grunaðir eru um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og verða yfirheyrðir í dag. Ræningjarnir réðust inn í apótekið um hádegisbil klæddir bláum samfestingum og með hettur á höfði, vopnaðir hnífum. Þeir náðu nokkru af lyfjum. 20.2.2005 00:01 Ók á tvo ljósastaura Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar fólksbíl var ekið á tvo ljósastaura á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og slapp það ómeitt en bíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn. 20.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rafmagnsreikningur hækkar um 54% Rafmagnsreikningur smáfyrirtækis í Kópavogi hækkaði um 54 prósent um áramótin þegar afsláttartaxti var felldur niður. Óvíst er að fyrirtækið lifi af hækkunina. 22.2.2005 00:01
Fá ekki að hækka útsvarsprósentuna Umræður um skiptingu tekna ríkis og sveitarfélaga eru á lokastigi. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er ósáttur við niðurstöðuna og segir fjármála- og félagsmálaráðherra sýna stöðu sveitarfélaganna skilningsleysi. Sveitarfélög fá ekki hlutdeild í veltusköttum. 22.2.2005 00:01
Logandi átök um Landsvirkjun Þingmenn, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, lýstu í gær yfir andstöðu sinni við sameiningu Landsvirkjunar, Orkubúsins og Rarik. Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir viðskiptaráðherra fyrir að ræða ekki mögulega einkavæðingu innan þingflokks Framsóknarflokksins. Málið hefur verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokks. 22.2.2005 00:01
Elur á leti nemenda Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. 22.2.2005 00:01
Fyrsta sjúkrastofnun á Íslandi? Vísbendingar um fyrstu sjúkrastofnun á Íslandi hafa fundist á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Tuttugu beinagrindur sem þar voru grafnar upp reyndust vera af fólki sem bjó við fötlun eða veikindi. 22.2.2005 00:01
Sáum ekki þessa þróun fyrir "Það var ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála þegar við lögðum hugmyndir okkar fyrst fram," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann viðurkennir að mögulega sé sannleikskorn í þeim ásökunum að kosningaloforð framsóknarmanna um 90 prósenta íbúðalán hafi verið upphafið að þeirri holskeflu hækkana á fasteignaverði sem verið hefur undanfarin misseri. 21.2.2005 00:01
Báturinn gjöreyðilagðist í eldinum Slökkvistarfi um borð í fiskiskipinu Val GK í Sandgerðishöfn lauk ekki fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt. Talið er að báturinn sé gjörónýtur og að tjónið nemi tugum milljóna króna. 21.2.2005 00:01
Enginn handtekinn vegna ránsins Enginn hefur enn verið handtekinn vegna ránsins í Árbæjarapóteki í fyrradag eftir að tveimur mönnum var sleppt í gær að loknum yfirheyrslum. Grunur beindist fljótt að þeim en þeir virðast hafa öruggar fjarvistarsannanir. 21.2.2005 00:01
8 handteknir vegna fíkniefnamála Átta manns voru handteknir á Akureyri um helgina vegna fíkniefnamála og enn eitt fíkniefnamálið hefur verið í rannsókn síðan í nótt. Mennirnir átta voru teknir í tvennu lagi og fundust fíkniefni og tól til neyslu þeirra í báðum tilvikum. 21.2.2005 00:01
Þungatakmarkanir á þjóðvegum Þungatakmarkanir taka gildi á þjóðvegum á Vesturlandi um hádegi í dag þar sem frost er farið úr jörðu og hætt er við aurbleytu. Annars er greiðfært um flesta þjóðvegi landsins og vegir víðast að verða auðir en þó er hálka á Mývatnsöræfum og á Öxi. 21.2.2005 00:01
Fangelsi og 30 milljóna sekt Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. 21.2.2005 00:01
Loðnuflotinn snúinn við Loðnuflotinn sem kominn var vestur undir Vestmannaeyjar er snúinn við og farinn aftur austur að Ingólfshöfða. Þar er eitt og eitt skip að fá einhvern afla en önnur minna. Að sögn sjómanna hefur enginn kraftur verið í veiðunum í nokkra daga og bráðliggur nú á að fá nýja torfu, ef takast á að veiða kvótann á þessari vertíð. 21.2.2005 00:01
Þingmenn tala af vanþekkingu Fyrrverandi framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar segir þingmenn tjá sig af mikilli vanþekkingu um hugsanlegt bann við reykingum á veitinga- og kaffihúsum. Hann bendir á að samkvæmt rammasamningi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar geti Ísland ekki skorast undan því að vernda fólk gegn tóbaksreyk á öllum opinberum stöðum. 21.2.2005 00:01
Dæmdur í 10 mánaða fangelsi Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. 21.2.2005 00:01
Varpstaður ritunnar einsdæmi Ritan er komin til Bolungarvíkur og farin að huga að hreiðurgerð í fríholtunum utan á bryggjunum og mun það vera einsdæmi hér á landi að fugl velji sér viðlíka varpstaði. Ritan hverfur út á Atlantshafið síðsumars og sést ekki aftur fyrr en um þetta leyti og er hún kærkominn vorboði í Bolungarvík. 21.2.2005 00:01
Assan á heimaslóðum á Suðurlandi Haförninn, eða assan, sem sleppt var austur í Grafningi á laugardag eftir að hafa verið undir mannahöndum til lækninga virðist vera á heimaslóðum á Suðurlandi. Sjálfvirkur sendir var festur við hana og samkvæmt honum flaug hún um svæðið og síðan niður að Soginu, að öllum líkindum í ætisleit. 21.2.2005 00:01
Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. 21.2.2005 00:01
Lög um málefni aldraðra úrelt Félag eldri borgara í Reykjavík telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem ekki eru í tak við nútímaleg viðhorf og eru dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun. 21.2.2005 00:01
Ólafur hættur formennsku í FEB Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lét af formennsku í Félagi eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi þess um helgina. Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi var kjörin í hans stað en hún var áður varaformaður. 21.2.2005 00:01
Súðavík kaupir verðbréf Súðavíkurhreppur hefur lagt 200 milljónir króna í verðbréfasjóði Íslenskra verðbréfa. Á hreppsnefndarfundi í síðustu viku var samþykkt að setja 80 milljónir króna í sjóðsstýringu en áður hafði fyrirtækinu verið falið að ávaxta 120 milljónir í eigu hreppsins. 21.2.2005 00:01
Flýr undan Fljótsdalslínum Bóndinn á Eyrarteigi í Skriðdal sér fram á að íbúðarhús hans verði óíbúðarhæft og verðlaust þegar Fljótsdalslínur verða lagðar 148 metrum frá húsinu. Landsnet bauð 1,2 milljónir króna í bætur en því var hafnað. Eignarnám jarðarinnar hefur verið heimilað. </font /></b /> 21.2.2005 00:01
Löng bið eftir fáum úrræðum Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir:"Mamma ég vil bara fá að deyja." Þetta segir varaformaður Barnageðs, félags foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Hann segir alltof langa bið eftir alltof fáum úrræðum. </font /></b /> 21.2.2005 00:01
Strauk frá Stuðlum og er leitað Leit stendur yfir að 14 ára dreng sem strauk af meðferðarheimilinu á Stuðlum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins strauk drengurinn síðastliðinn miðvikudag og hefur því verið týndur í tæpa viku, þegar þetta er skrifað. 21.2.2005 00:01
Ökukennaranám í KHÍ Kennaraháskóli Íslands mun eftirleiðis annast nám fyrir verðandi ökukennara og endurmenntun fyrir starfandi ökukennara. Skólinn bauð upp á ökukennaranám fyrir nokkrum árum og hefur það nú verið endurskoðað og endurbætt. 21.2.2005 00:01
Samræmd próf lögð niður Aðalfundur Félags grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Í ályktun fundarins kemur fram að með vaxandi þróun undanfarin ár í átt að einstaklingsmiðuðu námi og í ljósi framtíðarsýnar fræðsluyfirvalda þá hafi samræmd próf ekki þann tilgang og vægi sem þeim hafi verið ætlað í upphafi. 21.2.2005 00:01
Ekki samkeppni í blóðrannsóknum Samkeppnisráð telur ekki ástæðu til að hafast frekar að vegna máls sem reis vegna fyrirhugaðs flutnings rannsókna frá heilsugæslustöðvum til Rannsóknarstofnunar Landspítala - háskólasjúkrahúss 21.2.2005 00:01
Bannað að nota bændaferðir Ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól er ekki heimilt að nota orðið „bændaferðir“ í auglýsingum og með öðrum hætti fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun samkeppnisráðs sem birt var í dag. 21.2.2005 00:01
14 ára stúlku leitað Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Jónu Thuy Phuong Jakobsdóttur. Hún verður fimmtán ára í maí og er til heimilis að Skeljagranda 2 í Reykjavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir hennar eða dvalarstað eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444 1000. 21.2.2005 00:01
Flug úr skorðum vegna þoku Þoka hefur legið yfir vestanverðu landinu í dag og hefur innanlandsflug af þeim sökum farið úr skorðum. Þokan hefur mest verið við Faxaflóa og Breiðafjörð en einnig náð inn á Vestfirði. Skyggni hefur farið niður í nokkra tugi metra og hefur Reykjavíkurflugvöllur verið meira og minna lokaður frá hádegi og flugvélum beint til Keflavíkur. 21.2.2005 00:01
Dæmdur fyrir fjársvik og innbrot Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik, þjófnað og að taka við þýfi. Maðurinn hafði meðal annars framvísað greiðslukorti fyrirtækis í leyfisleysi og brotist inn í íbúðarhúsnæði og stolið þaðan verðmætum. 21.2.2005 00:01
Tæpt ár fyrir kjálkabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 33 ára gamlan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, innbrot og þjófnað. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á konu í íbúð sinni að morgni gamlársdags árið 2003 og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún kjálkabrotnaði. 21.2.2005 00:01
Stal buxum, kaffi og frönskum Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær nítján ára Keflvíking í hundrað daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaðartilraun. Pilturinn hafði aðfaranótt 26. maí í fyrra farið inn á Flughótel í Keflavík og látið þar greipar sópa. 21.2.2005 00:01
Skilorð fyrir árás með flösku Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann á 23. aldursári í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir að hafa slegið mann með bjórflösku í andlitið og sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að bein í andliti brotnuðu. 21.2.2005 00:01
Atlansolía með sjö nýjar stöðvar Atlantsolía ætlar að byggja sjö nýjar bensínstöðvar á þessu ári. Í dag verður tekin skóflustunga að nýrri stöð í Njarðvík en á næstu mánuðum stendur til að byggja stöðvar við Kaplakrika í Hafnarfirði, á Dalvegi í Kópavogi, á Sprengisandi, í Skeifunni og á Höfða. 21.2.2005 00:01
Hættulegt litarefni í matvælum Umhverfisstofnun barst viðvörun frá bresku matvælastofnuninni á föstudaginn um matvæli og fóður sem greinst hafa með ólöglegt rautt litarefni sem kallast Sudan-1. Yfir 350 vörutegundir í Bretlandi hafa greinst með litarefnið sem talið er krabbameinsvaldandi. 21.2.2005 00:01
Framhúsið ekki rifið Ekki er heimilt að rífa framhúsið við Laugaveg 17, að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt deiliskipulagi eru hús við Laugaveg 17 meðal þeirra sem heimilt verður að rífa en Dagur segir að sú heimild nái aðeins til bakhúsanna á reitnum, þar sem verslanirnar Plastikk og Oni eru meðal annars. 21.2.2005 00:01
2500% munur á lyfjaverði Lítið hefur áunnist á því ári sem liðið er frá því að Ríkisendurskoðun kallaði eftir úrbótum vegna mikils verðmunar á lyfjum hér á landi og í Danmörku. Dæmi eru um allt að 2500 prósenta mun á heildsöluverði lyfja milli landanna, þrátt fyrir að þau komi frá sama framleiðanda: Actavis. 21.2.2005 00:01
Siv undrast að vera ekki boðið Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. 21.2.2005 00:01
Hringleið umhverfis Miðnesheiði Hringleið mun opnast umhverfis Miðnesheiði með nýjum vegi, sem boðinn verður út í vor. Um leið fær almenningur aðgang að fögrum og sögufrægum stöðum í næsta nágrenni Leifsstöðvar á svæði sem í meira en hálfa öld hefur tilheyrt Varnarliðinu. 21.2.2005 00:01
Ódýrara að taka lán fyrir skálanum Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. 21.2.2005 00:01
Sjóðirnir liggja frystir í banka Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. 21.2.2005 00:01
Dylgjur óheimilar Samkeppnisráð úrskurðaði í gær að Hnit hf., hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að gefa í skyn í bréfi til ýmissa sveitarfélaga að keppinautur noti gamlan og úreltan búnað við loftmyndatöku. 21.2.2005 00:01
Siv og Una María víki Siv Friðleifsdóttur og Hansínu Björgvinsdóttur var ekki boðið á stofnfund Brynju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Óskað er eftir undanþágu til að félagið geti sent fulltrúa á flokksþing og farið fram á að Siv og Una víki sæti úr landsstjórn á meðan fjallað er um málið. 21.2.2005 00:01
Lögregla yfirheyrir tvo vegna ráns Lögreglan í Reykjavík handtók um miðnætti tvo karlmenn sem grunaðir eru um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og verða yfirheyrðir í dag. Ræningjarnir réðust inn í apótekið um hádegisbil klæddir bláum samfestingum og með hettur á höfði, vopnaðir hnífum. Þeir náðu nokkru af lyfjum. 20.2.2005 00:01
Ók á tvo ljósastaura Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys þegar fólksbíl var ekið á tvo ljósastaura á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi. Tvennt var í bílnum og slapp það ómeitt en bíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn. 20.2.2005 00:01