Geri allt til að bjarga barninu 22. febrúar 2005 00:01 Ung móðir hefur leitað að 14 ára drengnum sínum um allan bæ undanfarna daga. Hún sá hann í svip um ellefuleytið í fyrrakvöld, þegar hún var að svipast um eftir honum. Hún kallaði á hann, en þá lét hann sig hverfa. Hún frétti af honum við skóla í Reykjavík um miðjan dag í gær. Fósturfaðir drengsins rauk af stað - en of seint. Þessi drengur er einn af að minnsta kosti þremur unglingum sem eru týndir þegar þetta er skrifað. Tvær unglingsstúlkur eru einnig týndar. Önnur stúlkan er búin að vera týnd í um hálfan mánuð, en hin lét sig hverfa í síðustu viku. Drengurinn strauk frá Stuðlum síðastliðinn miðvikudag. Hann var ófundinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við móður hans. Saga þessa drengs er ekkert einsdæmi í þeim harða heimi sem unglingar lifa og hrærast í. "Þetta hófst í grunnskólanum sem hann byrjaði í," segir móðir hans. "Hann truflaði kennslu og var með hegðunarvandamál. Sálfræðingur sagði mér að hann hefði verið lagður í einelti. Það var í það minnsta ljóst að honum leið ekki vel í skólanum." Fjölskyldan tók það til bragðs að flytja út á land. Drengurinn undi sér vel í skólanum þar. Hann eignaðist vini þar í fyrsta skipti, góðan og heilbrigðan vinahóp og tók fullan þátt í félagsstarfi. Að ári liðnu flutti fjölskyldan til baka og drengurinn fór í skóla í haust. Aftur upphófust sömu vandamál, hann truflaði kennslu, tók þátt í alls konar uppistandi og var til vandræða. Starfsfólk skólans kvartaði undan honum og foreldrar annarra barna líka. "Svo skall kennaraverkfallið á," rifjar móðirin upp. "Þá hvarf hann í fyrsta skipti. Hann fór út á land með öðrum strák en kom fljótlega heim aftur. Ég talaði við hann og gerði honum grein fyrir að þetta væri alvarlegt mál. Verkfallið hafði afar slæm áhrif á hann. Hann hékk mikið heima og lá í rúminu. Hann hitti vini sína á kvöldin og fór þá út með þeim, en leið greinilega illa." Kveðjubréf "Svo í október skrifaði hann mér kveðjubréf og sagði að sér liði óskaplega illa. Hann skrifaði að sig langaði ekki til að lifa lengur. Ég hafði samband við barna- og unglingageðdeild og barnaverndaryfirvöld, því ég vildi helst koma honum undir læknishendur strax. Um nóttina kom hann svo heim og sagði ég skyldi ekki taka neitt mark á bréfinu. Hann samþykkti að fara í viðtal við sálfræðing á BUGL." Móðurinni var sagt að þetta væri hálfgerð "unglingaveiki" í drengnum og alveg eðlilegar vangaveltur. En ástandið átti enn eftir að versna. SMS - skilaboð dundu á drengnum og skrif á heimasíðu sem snérust um hvort hann ætti að taka líf sitt eða ekki. Móðir hans fékk hringingar frá foreldrum sem sögðu henni að þau vildu ekki að barnið hennar væri með barninu sínu. Þannig lokuðust hurðirnar hver á fætur annarri í lífi drengsins. "Í desember komst ég að því að hann var farinn að reykja," heldur móðirin áfram. "Hann var að skipta um félagsskap. Hann talaði ekki eins mikið um hvert hann væri að fara, hvað hann væri að fara að gera, en kom seint heim. Ég var í sambandi við skólann, umsjónarkennara, félagsráðgjafa og fleiri. Hann fékk meðferðaraðila sem átti að fylgjast með honum. Ég sagði þá strax að ég vissi að eitthvað væri að drengnum mínum, en ég vissi ekki hvað." Drengurinn sneiddi hjá sambandi við meðferðaraðilann, en hélt sig þeim mun meira með strákum sem voru í dópneyslu, sem voru miklu eldri heldur en hann. "Það var eins og það væri aldrei nóg að honum til að væri hægt að gera eitthvað," segir mamma hans. "Fyrst þurfti hann að fara niður á botn." Símaútköll "Nokkru síðar strauk hann að heiman, en fannst og var settur í neyðarvistun á Stuðlum. Það var milli jóla og nýárs. Þaðan strauk hann ásamt öðrum dreng með því að brjóta rúðu. Þá kom hann heim, því hann hafði engan stað til að fara á. Ég keyrði hann rakleiðis aftur að Stuðlum. Hann kláraði vistina eftir það. Þegar hann kom út aðstoðaði félagsráðgjafi frá barnaverndarnefnd okkur við að gera samkomulag sem drengurinn átti að fara eftir. Hann braut það og fór aftur á neyðarvistun. Þegar hann kom út aftur fór hann í félagsskap stráka sem fengust við ýmislegt misjafnt. Í þriðja skipti lenti hann í neyðarvistun á Stuðlum, en fékk síðan forgang í meðferð þar. Þaðan strauk hann á miðvikudaginn. "Hann var kominn undir einhvers konar pressu," sagði móðir hans. "Hann fékk símaútköll og varð að fara út hvenær sólarhrings sem var, oft um miðja nótt. Hann fékk hótanir um að hann yrði líflátinn ef hann mætti ekki á tiltekinn stað. Þeir náði jafnvel til hans þegar hann var inni á Stuðlum með því að reyna að hringja í hann." Þessi móðir, ein af alltof mörgum sem hafa þungar áhyggjur af börnum sínum, er vel á vegi stödd, ef undan er skilinn harmleikurinn með týnda soninn hennar. Hún er langt komin í námi, á fjögurra ára dreng með eiginmanni sínum og fallegt og gott heimili. "Þegar maður lendir í svona þá er maður tilbúinn til að gera allt til þess að barnið manns fái hjálp. Jafnvel að láta fara illa með sig sem foreldri. Fólk horfir stundum á mig eins og þetta sé allt mér að kenna, en mér er orðið alveg sama. Bara að ég fái drenginn minn aftur og að hann fái hjálp." Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Ung móðir hefur leitað að 14 ára drengnum sínum um allan bæ undanfarna daga. Hún sá hann í svip um ellefuleytið í fyrrakvöld, þegar hún var að svipast um eftir honum. Hún kallaði á hann, en þá lét hann sig hverfa. Hún frétti af honum við skóla í Reykjavík um miðjan dag í gær. Fósturfaðir drengsins rauk af stað - en of seint. Þessi drengur er einn af að minnsta kosti þremur unglingum sem eru týndir þegar þetta er skrifað. Tvær unglingsstúlkur eru einnig týndar. Önnur stúlkan er búin að vera týnd í um hálfan mánuð, en hin lét sig hverfa í síðustu viku. Drengurinn strauk frá Stuðlum síðastliðinn miðvikudag. Hann var ófundinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við móður hans. Saga þessa drengs er ekkert einsdæmi í þeim harða heimi sem unglingar lifa og hrærast í. "Þetta hófst í grunnskólanum sem hann byrjaði í," segir móðir hans. "Hann truflaði kennslu og var með hegðunarvandamál. Sálfræðingur sagði mér að hann hefði verið lagður í einelti. Það var í það minnsta ljóst að honum leið ekki vel í skólanum." Fjölskyldan tók það til bragðs að flytja út á land. Drengurinn undi sér vel í skólanum þar. Hann eignaðist vini þar í fyrsta skipti, góðan og heilbrigðan vinahóp og tók fullan þátt í félagsstarfi. Að ári liðnu flutti fjölskyldan til baka og drengurinn fór í skóla í haust. Aftur upphófust sömu vandamál, hann truflaði kennslu, tók þátt í alls konar uppistandi og var til vandræða. Starfsfólk skólans kvartaði undan honum og foreldrar annarra barna líka. "Svo skall kennaraverkfallið á," rifjar móðirin upp. "Þá hvarf hann í fyrsta skipti. Hann fór út á land með öðrum strák en kom fljótlega heim aftur. Ég talaði við hann og gerði honum grein fyrir að þetta væri alvarlegt mál. Verkfallið hafði afar slæm áhrif á hann. Hann hékk mikið heima og lá í rúminu. Hann hitti vini sína á kvöldin og fór þá út með þeim, en leið greinilega illa." Kveðjubréf "Svo í október skrifaði hann mér kveðjubréf og sagði að sér liði óskaplega illa. Hann skrifaði að sig langaði ekki til að lifa lengur. Ég hafði samband við barna- og unglingageðdeild og barnaverndaryfirvöld, því ég vildi helst koma honum undir læknishendur strax. Um nóttina kom hann svo heim og sagði ég skyldi ekki taka neitt mark á bréfinu. Hann samþykkti að fara í viðtal við sálfræðing á BUGL." Móðurinni var sagt að þetta væri hálfgerð "unglingaveiki" í drengnum og alveg eðlilegar vangaveltur. En ástandið átti enn eftir að versna. SMS - skilaboð dundu á drengnum og skrif á heimasíðu sem snérust um hvort hann ætti að taka líf sitt eða ekki. Móðir hans fékk hringingar frá foreldrum sem sögðu henni að þau vildu ekki að barnið hennar væri með barninu sínu. Þannig lokuðust hurðirnar hver á fætur annarri í lífi drengsins. "Í desember komst ég að því að hann var farinn að reykja," heldur móðirin áfram. "Hann var að skipta um félagsskap. Hann talaði ekki eins mikið um hvert hann væri að fara, hvað hann væri að fara að gera, en kom seint heim. Ég var í sambandi við skólann, umsjónarkennara, félagsráðgjafa og fleiri. Hann fékk meðferðaraðila sem átti að fylgjast með honum. Ég sagði þá strax að ég vissi að eitthvað væri að drengnum mínum, en ég vissi ekki hvað." Drengurinn sneiddi hjá sambandi við meðferðaraðilann, en hélt sig þeim mun meira með strákum sem voru í dópneyslu, sem voru miklu eldri heldur en hann. "Það var eins og það væri aldrei nóg að honum til að væri hægt að gera eitthvað," segir mamma hans. "Fyrst þurfti hann að fara niður á botn." Símaútköll "Nokkru síðar strauk hann að heiman, en fannst og var settur í neyðarvistun á Stuðlum. Það var milli jóla og nýárs. Þaðan strauk hann ásamt öðrum dreng með því að brjóta rúðu. Þá kom hann heim, því hann hafði engan stað til að fara á. Ég keyrði hann rakleiðis aftur að Stuðlum. Hann kláraði vistina eftir það. Þegar hann kom út aðstoðaði félagsráðgjafi frá barnaverndarnefnd okkur við að gera samkomulag sem drengurinn átti að fara eftir. Hann braut það og fór aftur á neyðarvistun. Þegar hann kom út aftur fór hann í félagsskap stráka sem fengust við ýmislegt misjafnt. Í þriðja skipti lenti hann í neyðarvistun á Stuðlum, en fékk síðan forgang í meðferð þar. Þaðan strauk hann á miðvikudaginn. "Hann var kominn undir einhvers konar pressu," sagði móðir hans. "Hann fékk símaútköll og varð að fara út hvenær sólarhrings sem var, oft um miðja nótt. Hann fékk hótanir um að hann yrði líflátinn ef hann mætti ekki á tiltekinn stað. Þeir náði jafnvel til hans þegar hann var inni á Stuðlum með því að reyna að hringja í hann." Þessi móðir, ein af alltof mörgum sem hafa þungar áhyggjur af börnum sínum, er vel á vegi stödd, ef undan er skilinn harmleikurinn með týnda soninn hennar. Hún er langt komin í námi, á fjögurra ára dreng með eiginmanni sínum og fallegt og gott heimili. "Þegar maður lendir í svona þá er maður tilbúinn til að gera allt til þess að barnið manns fái hjálp. Jafnvel að láta fara illa með sig sem foreldri. Fólk horfir stundum á mig eins og þetta sé allt mér að kenna, en mér er orðið alveg sama. Bara að ég fái drenginn minn aftur og að hann fái hjálp."
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira