Löng bið eftir skilríkjum Fischers 18. febrúar 2005 00:01 Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi. Um miðjan desember eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer dvalarleyfi á Íslandi voru nokkrir úr stuðningshópi Fischers í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu. Þangað var hringt frá Útlendingastofnun og sagt svo áríðandi að ná sambandi við þá að einn þeirra fór úr þættinum til þess að svara símtalinu. Hann var beðinn um fæðingardag Fischers og aðrar upplýsingar vegna útgáfu pappíra handa skákmanninum.Var jafnframt spurt hvort Sæmundur Pálsson, góðvinur Fischers, færi ekki bara til Japans til þess að sækja hann. Í framhaldi af þessu var mikið fagnað í því sem eftir var af útvarpsþættinum og menn héldu að sigur væri í höfn. Síðan hefur ekkert gerst. Stuðningsmennirnir segja að þeir hafi margoft haft samband við Útlendingastofnun en án árangurs. Svo virðist sem nákvæmlega ekkert hafi gerst eftir að utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu 15. desember síðastliðinn um að stjórnvöld hefðu ákveðið að verða við beiðni Fischers um landvistarleyfi. Í tilkynningunni segir svo orðrétt: „Útlendingastofnun mun gefa út staðfestingu um það í dag og verður sendiráði Íslands í Japan falið að koma henni á framfæri við Fischer, auk þess að aðstoða hann við að komast hingað, óski hann þess.“ Þessa staðfestingu, sem átti að gefa út samdægurs, hefur Útlendingastofnun ekki enn gefið út. Hildur Dungal, sem tók við starfi forstjóra Útlendingastofnunar um áramótin, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að hún myndi eiga fund með fulltrúum stuðningshópsins á mánudag til þess að fara yfir stöðuna. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi. Um miðjan desember eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra bauð Bobby Fischer dvalarleyfi á Íslandi voru nokkrir úr stuðningshópi Fischers í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu. Þangað var hringt frá Útlendingastofnun og sagt svo áríðandi að ná sambandi við þá að einn þeirra fór úr þættinum til þess að svara símtalinu. Hann var beðinn um fæðingardag Fischers og aðrar upplýsingar vegna útgáfu pappíra handa skákmanninum.Var jafnframt spurt hvort Sæmundur Pálsson, góðvinur Fischers, færi ekki bara til Japans til þess að sækja hann. Í framhaldi af þessu var mikið fagnað í því sem eftir var af útvarpsþættinum og menn héldu að sigur væri í höfn. Síðan hefur ekkert gerst. Stuðningsmennirnir segja að þeir hafi margoft haft samband við Útlendingastofnun en án árangurs. Svo virðist sem nákvæmlega ekkert hafi gerst eftir að utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu 15. desember síðastliðinn um að stjórnvöld hefðu ákveðið að verða við beiðni Fischers um landvistarleyfi. Í tilkynningunni segir svo orðrétt: „Útlendingastofnun mun gefa út staðfestingu um það í dag og verður sendiráði Íslands í Japan falið að koma henni á framfæri við Fischer, auk þess að aðstoða hann við að komast hingað, óski hann þess.“ Þessa staðfestingu, sem átti að gefa út samdægurs, hefur Útlendingastofnun ekki enn gefið út. Hildur Dungal, sem tók við starfi forstjóra Útlendingastofnunar um áramótin, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að hún myndi eiga fund með fulltrúum stuðningshópsins á mánudag til þess að fara yfir stöðuna.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira