Innlent

Líklegar til að fá lungnakrabba

Íslenskar konur eru næstlíklegastar allra kvenna í Evrópu til þess að fá krabbamein í lungu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið Telegraph greinir frá í dag. Dönskum konum er hættast við krabbameini í lungum. Fjögur prósent þeirra eru líkleg til þess að fá sjúkdóminn samkvæmt rannsókninni en íslenskar konur eru í öðru sæti og meðal þeirra er hlutfallið 3,8%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×