Fleiri fréttir

Og Vodafone kvartar undan Símanum

Fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone sendi Póst- og fjarskiptastofnun erindi í dag þar sem kvartað er undan töfum á afgreiðslu þjónustubeiðna til Símans og óskar eftir atbeina stofnunarinnar til þess að Síminn fari að lögum. Í erindinu er það rakið að Síminn hafi látið hjá líða að afgreiða u.þ.b. 90 pantanir á ADSL-tengingum frá því um miðjan desember.

Ísfélagið kaupir Júpíter ÞH

Ísfélagið hefur keypt loðnuskipið Júpíter ÞH og ætlar að nota hann til loðnuflutninga af miðunum í loðnubræðslu félagsins í Krossanesi við Eyjafjörð. Aflanum verður þá dælt úr veiðarfærum veiðiskipa yfir í Júpíter sem flytur hann í land svo veiðiskipin tefjist ekki við að sigla í land sjálf með afla sinn.

Ekkert verður af Arnardalsvirkjun

Með friðun Jökulsár á Fjöllum verður ekkert af svokallaðri Arnardalsvirkjun. Með virkjun hefði Arnardal verið sökkt og Dettifossi breytt.

Nýtt varðskip á rekstrarleigu

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vill að nýtt varðskip verði leigt en ekki keypt. Hann telur óskynsamlegt að verja þremur milljörðum króna til kaupa á nýju skipi.

Átök framsóknarkvenna

Una María Óskarsdóttir fyrrum aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur var felld úr stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi á aðalfundi á fimmtudagskvöld. Una var varaformaður félagsins.

Mótmæla veru Mjallar Friggjar

Fjórir eigendur fyrirtækja í Vesturvör 30b í Kópavogi hafa afhent bæjaryfirvöldum skrifleg mótmæli vegna klórframleiðslu Mjallar Friggjar í húsinu á móti.

Flugleiðir á stöðugri uppleið

Hlutabréf í Flugleiðum hafa verið á stöðugri uppleið undanfarin þrjú ár og tóku mikið stökk í gær og fyrradag. Baugur er farinn að kaupa sig aftur inn í félagið.

Hörð valdabarátta innan Framsóknar

Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins.

Fullyrðingum ráðherra vísað á bug

Landsvirkjun vísar á bug þeim fullyrðingum iðnaðarráðherra að fyrirtækið hafi hækkað rafmagnsverð umfram verðlagsþróun til þess að bæta hag sinn. 

Sambandslaust í hættuástandi

Það er ekki í valdi Símans að koma í veg fyrir snjóflóð, að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta kom fram í svari Símans við fyrirspurn Ómars M. Jónssonar, bæjarstjóra í Súðavík, sem hann sendi vegna þess að bærinn varð algjörlega símasambandslaus í óveðri 4. janúar síðastliðinn. Á sama tíma var ófært á milli Súðavíkur og Ísafjarðar.

Vilja stöðva Iceland

Samtök iðnaðarins hafa ákveðið að senda inn athugasemdir til bresku einkaleyfastofunnar og Evrópusambandsins vegna áforma verslunarkeðjunnar Iceland Foods í Bretlandi um að skrá vörumerkið Iceland í fjölmörgum vöruflokkum í Bretlandi og innan Evrópusambandsins.

Símamenn fella samninga

Símsmiðir og rafeindavirkjar hjá Símanum hafa fellt kjarasamninga sem Rafiðnaðarsambandið gerðu við fyrirtækið. Á kjörskrá voru 250 manns en 133 greiddu atkvæði. Rúmlega helmingur þeirra, eða 71, greiddi atkvæði gegn samningnum en 61 félagsmaður samþykkti hann.

Launamunur aldrei meiri

Launamunur hefur aukist mikið hér á landi miðað við alþjóðlega Gini-stuðulinn sem mælir tekjudreifingu. Kvarðinn tekur gildi frá núll og upp í einn, en því hærri sem hann er, því ójafnari er dreifing tekna. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðherra hefur mismunur ráðstöfunartekna hjóna og sambúðarfólks aukist úr 0,206 árið 1995 í 0,3 árið 2003.

Stormasamt á landinu

Mjög hvasst var sums staðar á Vestfjörðum í gær. Lögreglan bað fólk um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu en vindhviður mældust yfir fjörutíu metrar á sekúndu á Þverfjalli. Áð sögn lögreglu á Ísafirði í gærkvöld hafði kvöldið reynst slysalaust, en lausir munir fuku á bíl á Þingeyri.

Skeytti ekki um líf ungrar stúlku

Maður hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ekki komið ungri stúlku í bráðri lífshættu til hjálpar. Alvarlegt brot sem ber vott um skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar, segir í dómnum.

Lekinn fordæmdur

Utanríkismálanefnd fordæmir harðlega að trúnaðarupplýsingar frá fundum nefndarinnar um Íraksmálið hafi komist í hendur Fréttablaðsins. Hætt verður að dreifa fundargerðum. Stjórnarandstaðan fer fram á að trúnaði verði aflétt af ummælum Halldórs Ásgrímssonar tengdum Írak.

Rangt hjá Siv

Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið.

Hættir dreifingu fundargerða

Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda.

Fjölmenni á borgarafundi í Eyjum

Hátt í fimm hundruð manns mættu á borgarafund í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lagði fram skýrslu um hugsanlega gangagerð milli Eyja og lands. Hann sagði að yfirmenn sænska verktakafyrirtækisins NCC hefðu farið yfir skýrsluna og vitað að hann ætlaði að kynna hana opinberlega. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við það.

Hefur ekki skilað lægra vöruverði

Sterk staða krónunnar hefur í mörgum tilvikum ekki skilað sér í lægra verði á innfluttum vörum, samkvæmt athugun sem Alþýðusamband Íslands hefur gert nokkur ár aftur í tímann. Þegar dollarinn var sem sterkastur fyrir nokkrum misserum og var kominn upp í 110 krónur hækkuðu nær allar vörur til samræmis við það.

Þungatakmarkanir á sumum vegum

Aurbleytu er sums staðar farið að gæta á malarvegum vegna hlákunnar að undanförnu, en athygli vekur að Vegagerðin hefur víða sett þungatakmarkanir á vegi með bundnu slitlagi. Að sögn Vegagerðarinnar er það vegna þess að klaki, sem enn er í jörðu undir vegunum, hindrar að vatn renni undan slitlaginu.

Ákvörðun um Fischer frestað

Allsherjarnefnd Alþingis frestaði í morgun að taka afstöðu til bréfs Bobbys Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann fer fram á að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bréf Fischers var lagt fram en efni þess vísað til næsta fundar eftir viku.

Landsbankinn og SÁÁ semja

Landsbanki Íslands og SÁÁ hafa gert samkomulag um að bankinn fjármagni húsnæði félagssamtakanna. Er annars vegar um að ræða endurfjármögnun á langtímalánum SÁÁ að fjárhæð 300 milljónir króna og hins vegar 200 milljóna króna lán vegna nýbyggingar á lóð samtakanna við Efstaleiti í Reykjavík.

Fóstureyðingum hefur fækkað

Fóstureyðingum ungra stúlkna hefur farið fækkandi á síðustu árum samkvæmt nýrri skýrslu Landlæknis. Þá verða færri konur undir tvítugu mæður en áður.

Fagnar endurskoðun laga

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fagnar því að ráðamenn vilji endurskoða lög um eftirlaun alþingismanna og æðstu embættismanna ríkisins. Jafnframt krefst miðstjórnin þess að þetta tækifæri verði notað til að stíga raunveruleg skref í þá átt að samræma lífeyrisrétt allra landsmanna.

Frétt dregin til baka

Í frétt Stöðvar tvö í gærkvöldi um að Ísland hefði verið komið á lista hinna viljugu þjóða fyrir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 voru gerð þau mistök að tímasetning fréttar CNN um atburðinn var mislesin. Sú ályktun sem dregin var af tímasetningunni er því röng. Fréttastofan dregur því frétt sína til baka og biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Til skammar fyrir landið

Það er til skammar fyrir landið hve lítið íslenskir læknar gera af því að tilkynna um aukaverkanir lyfja, segir Sif Ormarsdóttir læknir í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segir slíkar tilkynningar fara í gagnabanka í Evrópusambandinu. </font /></b />

Vindmyllan verður eitthvað áfram

Enn er ekki komið á hreint hver á og ber ábyrgð á vindmyllunni í Grímsey, að sögn Óttars Jóhannssonar oddvita í sveitarfélaginu. Málið hefði verið til umræðu í sveitarstjórn en ekkert meira.

Fagnaðarfundir í varðskipi

Fagnaðarfundir urðu um borð í danska varðskipinu Triton í gær, þegar íslensku kajakmennirnir, sem réru meðfram Grænlandsströnd í sumar og haust, heimsóttu skipverja til að þakka þeim fyrir björgunina í september. Skipið liggur nú í Reykjavíkurhöfn

Fimm tóku Vioxx, fengu hjartaáfall

Tilkynnt hefur verið til Landlæknisembættisins á síðustu dögum um fimm einstaklinga sem tóku gigtarlyfið Vioxx og fengu hjartaáfall. Embættið hyggst gera rannsókn á hugsanlegum afleiðingum notkunar lyfsins hér á land </font /></b />

Brugðist við atviki á Hrafnistu

Sveinn Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir að þegar hafi verið brugðist við með úrbótum eftir að maður á níræðisaldri lést á vistheimilinu eftir höfuðhögg á síðasta ári. Landlæknisembættið telur í bráðabirgðaúrskurði að maðurinn hafi ekki fengið þá meðferð og umönnun sem ætlast er til af heilbrigðisstarfsfólki.

Gerðu athugasemdir við vinnubrögð

Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki.

Góð kosningaþátttaka

Um þrjátíu Danir sem staddir eru hér á landi hafa kosið til danska þingsins í danska sendiráðinu, að sögn Ernst Hemmingsen, ræðismanns Dana hér á landi. Þá kusu rúmlega fimmtíu manns, nú um helgina, sem eru á danska varðskipinu sem liggur við Reykjavíkurhöfn.

Átak í uppeldismálum

Forsætisráðuneytið, Þjóðkirkjan og Velferðarsjóður barna undirrituðu í gær samstarfsyfirlýsingu um átaksverkefni í uppeldismálum undir heitinu Verndum bernskuna. Þetta er sagt vera liður í því að bæta stöðu barna í samfélaginu og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu.

Vilja sannreyna skýrslu um göng

Að minnsta kosti tveir bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum vilja fá úr því skorið á bæjarstjórnarfundi í kvöld hvort skýrsla sem Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, kynnti á borgarafundi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eigi við einhver rök að styðjast.

Sýknaðir af árás

Tveir menn voru dæmdir í 45 og 30 daga fangelsi fyrir húsbrot á heimili Steingríms Njálssonar í maí árið 2003. Mennirnir voru sýknaðir af líkamsárás gegn Steingrími sem þeir voru einnig ákærðir fyrir. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.

Fékk skilorð með skilyrðum

Nítján ára piltur var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki með gasskammbyssu. Þá var hann sakfelldur fyrir að leggja haglabyssu að andliti manns í heimahúsi. Tólf mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár með þeim skilyrðum að pilturinn sæti umsjón á skilorðstímanum.

Tölurnar komu frá NCC

Byggingarverkfræðingur hjá norska verktakafyrirtækinu NCC staðfestir að hann hafi fyrir hönd fyrirtækisins unnið skýrslu fyrir Árna Johnsen um kostnað vegna jarðganga til Vestmannaeyja.

Mikið rætt en lítið gert

Allar líkur eru á því að frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að auka valdheimildir lögreglu til að fjarlæga ofbeldismenn af heimilum sínum dagi upp í allsherjarnefnd í annað sinn, þrátt fyrir að um þennan málaflokk virðist ríkja þverpólitísk sátt.

Truflanir á ATM-kerfi Og Vodafone

Truflanir hvoru á ATM-kerfi Og Vodafone í dag og hafa tæknimenn fyrirtækisins ásamt tæknimönnum Ericsson í Danmörku og Svíþjóð unnið að viðgerð sem lauk nú rétt fyrir klukkan fimm. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Og Vodafone olli bilunin víðtækum áhrifum á netþjónustu viðskiptavina, þ.m.t. ADSL-tengingar.

Sofið á verðinum?

Félagsmálaráðherra vill reyna til þrautar að leysa deiluna við Impregilo og segir að starfshópur eigi að fjalla um stöðu erlendra starfsmannaleiga. Formaður Samfylkingarinnar telur að stjórnvöld hafi sofið á verðinum. </font /></b />

Útgerðin að hefjast

Útgerð verksmiðjuskipanna nýju hjá Sjólaskipum eru að hefjast. Fyrsta skipið leysir landfestar frá Kanaríeyjum á næstu vikum.

Styrking krónunnar ekki skilað sér

Margt bendir til þess að styrking krónunnar að undanförnu hafi ekki skilað sér að fullu í vasa neytenda. Lyf, heimilisbúnaður og bílar hafa hækkað í verði. Verð á fatnaði hefur haldist nokku stöðugt og matarverð hefur farið lækkandi. </font /></b />

Bíða á hóteli eftir íbúðinni sinni

Um 15 einstaklingar bíða á hóteli eða í leiguíbúðum úti í bæ eftir að fá afhenta íbúð í 101 Skuggahverfi. "Þetta er mjög bagalegt og hefur komið illa við marga," segir Einar Halldórsson, framkvæmdastjóri Stoða. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir