Innlent

Ekkert verður af Arnardalsvirkjun

Með friðun Jökulsár á Fjöllum verður ekkert af svokallaðri Arnardalsvirkjun. Með virkjun hefði Arnardal verið sökkt og Dettifossi breytt. Gert er ráð fyrir virkjun Jökulsár á Fjöllum með svokallaðri Arnardalsvirkjun í rammaáætlun stjórnvalda um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðsgarður tekur þó til Jökulsár á Fjöllum ásamt helstu þverám og vatnasviði öllu. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu er ljóst að ekki verður farið í þessa virkjanaframvkæmd, enda samræmist slíkt ekki verndun vatnasvæðis innan þjóðgarðsins. Umhverfis - og náttúruverndarsamtök kætast enda er öllum áformum um að sökkva Arnardal og breyta Dettifossi þar með ýtt til hliðar og náttúran á að vera hólpin. Í ályktun samtakanna segir að vonast sé til að fleiri ómetanlegum svæðum við jökuljaðarinn verði á næstunni veittir langir lífdagar í Vatnajökulsþjóðgarði, svo sem Langasjó og Laka að ógleymdum Lónsöræfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×