Innlent

Truflanir á ATM-kerfi Og Vodafone

Truflanir hvoru á ATM-kerfi Og Vodafone í dag og hafa tæknimenn fyrirtækisins ásamt tæknimönnum Ericsson í Danmörku og Svíþjóð unnið að viðgerð sem lauk nú rétt fyrir klukkan fimm. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Og Vodafone olli bilunin víðtækum áhrifum á netþjónustu viðskiptavina, þ.m.t. ADSL-tengingar. Einnig voru einhverjar truflanir á GSM-sambandi á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjarfirði. Fyrirtækið biðst velvirðingar á þeim truflunum sem viðskiptavinir kunna að hafa orðið fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×