Launamunur aldrei meiri 28. janúar 2005 00:01 Launamunur hefur aukist mikið hér á landi miðað við alþjóðlega Gini-stuðulinn sem mælir tekjudreifingu. Kvarðinn tekur gildi frá núll og upp í einn, en því hærri sem hann er, því ójafnari er dreifing tekna. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðherra hefur mismunur ráðstöfunartekna hjóna og sambúðarfólks aukist úr 0,206 árið 1995 í 0,3 árið 2003. Það telst mjög marktæk breyting. Útreikningur á stuðlinum byggist á öllum tekjum en ekki einungis launatekjum. Sigurjón Þórðarsson, þingmaður Frjálslyndra, beindi nýverið fyrirspurn til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um útreikning á stuðlinum, en hann hefur ekki verið gerður hér á landi síðan Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002. Sigurjón Þórðarson segir að tekjumunur hér á landi sé greinilega að aukast mikið og hann eigi enn eftir að aukast þegar boðaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar komi til framkvæmda því þær komi nánast eingöngu hinum efnameiri til góða. Hann segir tekjumun í nágrannaþjóðum stöðugan á meðan hann aukist hér á landi. "Tekjumunur fólks hefur lítið verið í umræðunni upp á síðkastið vegna þess að ríkisstjórnin hætti þessum útreikningum," segir Sigurjón. "Þetta er grundvallarbreyting á þjóðfélaginu og í næstu kosningum verður þjóðin að taka afstöðu til þess hvort það sé í þessa átt sem hún vill þróast." Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ný starfsgrein hafi orðið til með tilkomu og stækkun fjármálastofnana. Starfsfólk þar fái greidd há laun og það kunni að skýra þróun Gini-stuðulsins hér á landi að hluta. "Annars hefði ég átt von á öðru þar sem lægstu laun hafa hækkað umfram önnur og það hefði átt að minnka þennan mun. En há laun í fjármálageiranum virðast vega þetta upp." Talsmenn Alþýðusambandsins höfðu ekki skoðað niðurstöðu fjármálaráðuneytisins þegar leitað var eftir viðbrögðum í gærkvöld og ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Launamunur hefur aukist mikið hér á landi miðað við alþjóðlega Gini-stuðulinn sem mælir tekjudreifingu. Kvarðinn tekur gildi frá núll og upp í einn, en því hærri sem hann er, því ójafnari er dreifing tekna. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðherra hefur mismunur ráðstöfunartekna hjóna og sambúðarfólks aukist úr 0,206 árið 1995 í 0,3 árið 2003. Það telst mjög marktæk breyting. Útreikningur á stuðlinum byggist á öllum tekjum en ekki einungis launatekjum. Sigurjón Þórðarsson, þingmaður Frjálslyndra, beindi nýverið fyrirspurn til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um útreikning á stuðlinum, en hann hefur ekki verið gerður hér á landi síðan Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002. Sigurjón Þórðarson segir að tekjumunur hér á landi sé greinilega að aukast mikið og hann eigi enn eftir að aukast þegar boðaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar komi til framkvæmda því þær komi nánast eingöngu hinum efnameiri til góða. Hann segir tekjumun í nágrannaþjóðum stöðugan á meðan hann aukist hér á landi. "Tekjumunur fólks hefur lítið verið í umræðunni upp á síðkastið vegna þess að ríkisstjórnin hætti þessum útreikningum," segir Sigurjón. "Þetta er grundvallarbreyting á þjóðfélaginu og í næstu kosningum verður þjóðin að taka afstöðu til þess hvort það sé í þessa átt sem hún vill þróast." Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ný starfsgrein hafi orðið til með tilkomu og stækkun fjármálastofnana. Starfsfólk þar fái greidd há laun og það kunni að skýra þróun Gini-stuðulsins hér á landi að hluta. "Annars hefði ég átt von á öðru þar sem lægstu laun hafa hækkað umfram önnur og það hefði átt að minnka þennan mun. En há laun í fjármálageiranum virðast vega þetta upp." Talsmenn Alþýðusambandsins höfðu ekki skoðað niðurstöðu fjármálaráðuneytisins þegar leitað var eftir viðbrögðum í gærkvöld og ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira