Innlent

Góð kosningaþátttaka

Um þrjátíu Danir sem staddir eru hér á landi hafa kosið til danska þingsins í danska sendiráðinu, að sögn Ernst Hemmingsen, ræðismanns Dana hér á landi. Þá kusu rúmlega fimmtíu manns, nú um helgina, sem eru á danska varðskipinu sem liggur við Reykjavíkurhöfn. Alls hafa því um áttatíu manns greitt utankjörstaðaratkvæði sitt vegna kosninganna sem verða haldnar 8. febrúar. Ernst segir að þetta séu frekar margir, sé tekið mið af síðustu þingkosningum og einnig ef mið er tekið af kosningunum til Evrópuþingsins sem haldnar voru í sumar, en þá kusu ekki nema einn eða tveir. Ekki er vitað hversu margir Danir hér á landi hafa kosningarétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×