Innlent

Landsbankinn og SÁÁ semja

Landsbanki Íslands og SÁÁ hafa gert samkomulag um að bankinn fjármagni húsnæði félagssamtakanna. Er annars vegar um að ræða endurfjármögnun á langtímalánum SÁÁ að fjárhæð 300 milljónir króna og hins vegar 200 milljóna króna lán vegna nýbyggingar á lóð samtakanna við Efstaleiti í Reykjavík. Með samningnum lækkar fjármagnskostnaður SÁÁ en með nýbyggingu samtakanna næst hagræðing og rekstrarkostnaður lækkar þar sem dreifð starfsemi samtakanna verður færð undir sama þak. Göngudeildarþjónusta, skrifstofa og félagsstarf samtakana verður flutt í nýja húsnæðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×