Innlent

Fullyrðingum ráðherra vísað á bug

Landsvirkjun vísar á bug þeim fullyrðingum iðnaðarráðherra að fyrirtækið hafi hækkað rafmagnsverð umfram verðlagsþróun til þess að bæta hag sinn.  Hvassar umræður urðu um hækkun á verði raforku á Alþingi í gær. Meðal þeirra sem tóku til máls var Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og hún var ekki í vafa um hvar orsakanna væri að leita: Orkufyrirtækin séu bersýnilega að reyna að bæta sinn hag. Til dæmis verði ekki annað séð en að Landsnet og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, séu að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið tveggja prósenta hækkun raforkuverðs. Landsvirkjun er aldeilis ekki sammála ráðherranum í þessu efni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir þetta einhvern misskilning því eina verðhækkuin sé vegna almennra verðlagshækkana. Í nýju lögunum sé kveðið á um að verð gangi jafnt yfir alla og ef menn vilji hækkun sé það á vegum stjórnvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×