Innlent

Fjölmenni á borgarafundi í Eyjum

Hátt í fimm hundruð manns mættu á borgarafund í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lagði fram skýrslu um hugsanlega gangagerð milli Eyja og lands. Hann sagði að yfirmenn sænska verktakafyrirtækisins NCC hefðu farið yfir skýrsluna og vitað að hann ætlaði að kynna hana opinberlega. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við það. Það var hins vegar haft eftir talsmanni NCC í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi að fyrirtækið hefði ekki kynnt sér verkefnið og vissi ekki um hvað það snerist. Fyrirtækið tæki ekki ábyrgð á því sem Árni segði opinberlega, þetta væru ekki útreikningar fyrirtækisins og tölurnar væru ekki frá því komnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×